8 jún. 2020

Hrunamenn munu taka sæti í 1. deild karla á komandi leiktíð.

KV afþakkaði sæti í 1. deild, en mótanefnd bauð þá Hrunamönnum sæti í 1. deild í þeirra stað. Hrunamenn hafa nú þekkst boðið og munu því leika í 10 liða 1. deild karla leiktíðina 2020-2021.

1. deild karla verður því skipuð þremur liðum af Suðurlandi; Hamri, Hrunamönnum og Selfoss, tveimur liðum af Vesturlandi; Skallagrím og Snæfelli, einu liði af Vestfjörðum; Vestra, einu liði af Suðausturlandi, Sindra og þremur liðum af höfuðborgarsvæðinu; Álftanesi, Breiðablik og Fjölni.