9 jún. 2020Afreksbúðir KKÍ og Kristals, fyrir leikmann fædda árið 2006, munu fara fram í ágúst í ár á tveim æfingahelgum, fyrst helgina 22.-23. ágúst og svo aftur viku síðar helgina 29.-30. ágúst. Um 50 leikmenn hjá hvoru kyni verða boðaðir til æfinga í vikunni sem æfa þessar helgar tvisvar sinnum hvorn dag.

Fyrri helgin fer fram í Grindavík fyrir bæði kynin og svo sú síðari eins á Ásvöllum í Hafnarfirði.

Afreksbúðirnar eru undanfari að U15 ára landsliði Íslands en í Afreksbúðirnar eru það yfirþjálfarar búðanna sem boða leikmenn til æfinga. Í Afreksbúðum er það yfirþjálfari ásamt gestaþjálfurum hans sem stjórna ýmsum tækniæfingum.

Snorri Örn Arnaldsson og Ólöf Helga Pálsdóttir eru búðarstjórar Afreksbúðanna. Upp úr þessum hópum verður svo boðað til jólaæfinga milli jóla og nýárs í lok ársins í U15 ára landsliðin fyrir sumarið 2021.

#korfubolti