12 jún. 2020

Miðvikudaginn 10. júní fór fram árlegt dómaraþing Körfuknattleiksdómarafélags Íslands KKDÍ. 

Þingforseti var Þórlindur Kjartansson sem tók fram dómaraflautuna aftur á síðasta keppnistímabili eftir um 20 ára hlé frá dómgæslu.

Hannes S. Jónsson formaður KKÍ og Jón Bender í stjórn KKÍ og formaður dómaranefndar sambandins voru gestir fundarins.

Hannes flutti kveðju stjórnar, skrifstofu og dómaranefndar og fór yfir ýmis málefni með félagsmönnum KKDÍ.

Hannes afhenti Einari Þór Skarphéðinssyni dómara til 30 ára silfurmerki KKÍ fyrir góð og mikilvæg störf fyrir körfuknattleikshreyfinguna en Einar hefur verið dómari, þjálfari, leikmaður og sjálfboðaliði í rúm 40 ár.

Góð mæting var á þingið, góðar umræður og ljóst að félagsmenn KKDÍ bíða spenntir eftir nýju keppnistímabili eins og hreyfingin öll.

Engar breytingar voru á stjórn KKDÍ en hana skipa:
Friðrik Árnason formaður, Guðmundur Björnsson gjaldkeri, Bjarki Kristjánsson ritari, Sigurbaldur Frímansson, varamaður og Eggert Þór Aðalsteinsson.