18 jún. 2020

Í gær 17. júní á þjóðhátíðardegi okkar Íslendinga voru 14 einstaklingar sæmdir heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu.

Einn af þessum fjórtán aðilum var Einar Bollason heiðurskrosshafi KKÍ og fv. formaður sambandsins. Einar hlaut riddarakross fyrir framlag sitt til íþrótta og störf í fv. ferðaþjónustu en Einar stofnaði á sínum tíma Íshesta.

Einar hefur komið náægt öllum störfum körfuboltans og er enn í dag öflugur liðsmaður og er leitað í hans viskubrunn af hálfu sambandins oft á ári.

KKÍ er stolt yfir þessari miklu viðurkenningu til Einars og óskar honum, Sigrúnu Ingólfsdóttur eiginkonu hans og fjölskyldunni allri innilega til hamingju með þann mikla heiður að vera sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorði af forseta Íslands.

Hér má lesa nánar um frétt á veitingu fálkaorðunar á vef embættis forseta Íslands