29 jún. 2020

Stjórn KKÍ samþykkti á fundi sínum í síðustu viku hvert skyldi úthluta úrslitahelgum yngri flokka vorið 2021.

Fyrri helgi fer fram hjá ÍR í Hertz hellinum helgina 30. apríl til 2. maí 2021, en sú seinni í Mathús Garðabæjarhöllinni hjá Stjörnunni 7.-9. maí 2021.

Á fyrri helginni verður keppt í undanúrslitum og úrslitum 10. flokks drengja og stúlkna og unglingaflokks karla.

Á seinni helginni verður keppt í undanúrslitum og úrslitum 9. flokks drengja og stúlkna, drengjaflokks og stúlknaflokks.