8 sep. 2020

1. gr.  Ákvörðunarbærni Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ (hér eftir „nefndin“) er bær til þess að taka ákvörðun, hvort sem er vegna agamála eða kærumála, ef þrír nefndarmenn taka þátt í meðferð málsins.  Þegar nefnd er ákvörðunarbær ræður meirihluti úrslitum mála. 2. gr.  Skipan nefndar Formaður getur ákveðið að tiltekinn hluti nefndarinnar sinni daglegum verkefnum nefndar og venjulegum agamálum um ákveðinn tíma (hér eftir nefndur „hópurinn“). Nefndin skal ávallt vera að fullu skipuð í málum er varða úrslitakeppni meistaraflokka. Að lágmarki einn löglærður nefndarmaður skal vera hluti hópsins. Formaður skal tilnefna nefndarmann sem tekur á móti kæru frá skrifstofu KKÍ.  Sá nefndarmaður ber ábyrgð á málsmeðferð hvers og eins máls (hér eftir nefndur „ábyrgðarmaður“). 

sjá hér