22 sep. 2020Í síðustu viku var tilkynning um áhorfendabann í fyrstu umferð minnibolta 11 ára send til aðildarfélaga KKÍ. Þetta áhorfendabann er óskylt banni því er sett var á um nýliðna helgi.

Áhorfendabannið er tilkomið þar sem ekki er hægt að svæðaskipta íþróttahúsum eins og gildandi reglur KKÍ segja til um. Viðkomandi íþróttahús eru þá skilgreind í heild sem keppnissvæði, en áhorfendur mega ekki fara inn á keppnissvæði óháð aldri keppenda.

Reglur KKÍ eru settar svo hægt sé að æfa og keppa körfubolta, en það getur þýtt að keppa þurfi án áhorfenda í einhverjum tilfellum. Reglur um áhorfendabann á fjölvalla fjölliðamótum munu gilda þar til annað verður tilkynnt.