1 okt. 2020

Í dag, fimmtudaginn 1. október kl. 11:00, verður dregið í 32-liða úrslit bikarkeppni KKÍ. Að þessu sinni verður dregið fyrir luktum dyrum, en þó í beinni útsendingu á vef RÚV. Aðeins verður dregið í 32-liða úrslit karla að þessu sinni og næst verður dregið í 16-liða úrslit karla og kvenna.

Í skálinni verða 25 lið sem skráðu sig til leiks. Dregið verður í níu viðureignir og sitja því sjö lið hjá í fyrstu umferð. Liðin eru í stafrófsröð:

Regla í 32-liða bikardrætti er sú að dragist neðri deildar lið gegn efri deildar liði á útivelli, að þá víxlast heimleikjarétturinn.

Lið skráð til leiks í bikarkeppni KKÍ 2020-2021 · Karlar:
Álftanes
Breiðablik
Fjölnir
Fjölnir b
Grindavík
Hamar
Haukar
Höttur
Hrunamenn
ÍA
ÍR
Keflavík
KR
KV
Njarðvík
Reynir S.
Selfoss
Sindri
Skallagrímur
Stjarnan
Tindastóll
Valur
Vestri
Þór Akureyri
Þór Þorlákshöfn