1 okt. 2020Í dag komið að stóru stundinni þegar Domino's deild karla hefst að nýju, en ekki hefur verið leiki í efstu deild síðan 13. mars 2020. Í kvöld fara fram fjórir leikir og á morgun föstudag fara fram tveir leikir.

Tveir leikir í beinni:
Stöð 2 Sport verður með beina útsendingu frá tveim leikjum, Höttur-Grindavík og KR-Njarðvík.

Nýliðar Hattar taka á móti Grindavík á Egilsstöðum kl. 18:30. Kl. 19:15 mætast svo Tindastóll og ÍR og Þór Þorlákshöfn og Haukar. Kl. 20:15 eigast svo við KR og Njarðvík. 

Áhorfendur:
Við minnum á að áhorfendur eru leyfðir á öllum leikstöðum, en hafa ber í huga að takmarkaður fjöldi miða er í boði á hverjum leikstað, mest 200 manns, bjóði íþróttahús heimaliðsins upp á þann fjölda miðað við sóttvarnir. 

ATH! KKÍ aðgöngukort eru ekki í gildi og óútgefin eins og er, en þau verða ekki gefin út fyrr en fjöldatakmörkun áhorfenda verður afnumin eða aukin úr 200 manns á leik.

Stubbur · miðasala á netinu
KKÍ hefur samið við Stubb um að hafa all aleiki í Domino's deildum og 1. deildum karla og kvenna í miðasölu smáforritinu STUBBI sem er fáanlegt fyrir bæði iOS og Android síma. Notendur skrá greiðslukort í fyrsta skipti eða borga með Aur eða Kass, geta þá keypt miða fyrirfram og virkjað hann svo þegar þeir mæta á leikstað. Snertilaus lausn og minnkar raðir á leikstað. 

➡️Hér má nálgast Stubb fyrir iOS/Apple
➡️Hér má nálgast Stubb fyrir Andriod

🍕 Domino's deild karla í kvöld!
⏰ 18:30
🏀 HÖTTUR-GRINDAVÍK ➡️📺Sýndur beint á Stöð 2 Sport

⏰ 19:15
🏀 TINDASTÓLL-ÍR
🏀 ÞÓR Þ.-HAUKAR

⏰ 20:15
🏀 KR-NJARÐVÍK  ➡️📺Sýndur beint á Stöð 2 Sport


#korfubolti #dominosdeildin