7 okt. 2020

Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í fjórum agamálum sem henni hafði borist til úrlausnar.

Agamál 12/2020-2021

Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, Eysteinn Bjarni Ævarsson, leikmaður Hattar, sæta áminningu vegna háttsemi sinnar í leik Hattar gegn Grindavík, sem fram fór þann 1. október 2020.

Agamál 13/2020-2021

Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, Gjorgji Deolev, leikmaður Stál-Úlfs, sæta áminningu vegna háttsemi sinnar í leik Stál-Úlfs gegn ÍR b, sem fram fór þann 2. október 2020.

Agamál 14/2020-2021

Með vísan til ákvæðis b. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, Jóhannes Árnason, þjálfari KR b, sæta eins leiks banni vegna háttsemi sinnar í leik Reynis Sandgerðis gegn KR b, sem fram fór þann 1. október 2020.

Agamál 15/2020-2021

Hinn kærði, Zvonko Buljan, skal sæta þriggja leikja banni vegna háttsemi sinnar í leik KR og Njarðvíkur í Dominos-deild karla, sem leikinn var þann 2. október 2020.