29 des. 2020Nú rétt í þessu lauk árlegu hófi ÍSÍ og Samtaka íþróttafréttamanna þar sem íþróttafólk sérsambanda ÍSÍ fengu sín verðlaun. Martin Hermannsson, sem leikur með Valencia á Spáni, og Tryggvi Snær Hlinason, leikmaður Zaragoza á Spáni, voru þeir körfuknattleiksmenn sem voru á topp 10 í ár.

Kosningin fór á þá leið að Martin Hermannsson varð í öðru sæti að þessu sinni, og er það annað árið í röð sem hann hafnar í öðru sæti í kjörinu, sem er virkilega magnað afrek út af fyrir sig. Tryggvi Snær var svo í 10. sæti en þetta er í fyrsta sinn sem hann er á topp 10 í vali á íþróttamanni ársins.

Frá 30 íþróttafréttamönnum sem kusu í ár fékk íþróttamaður ársins, knattspyrnukonan Sara Björk Gunnarsdóttir, fullt hús stiga! KKÍ óskar Söru Björk til lukku með kosninguna og nafnbótina sem hún er að fá í annað sinn sem og Martin og Tryggva Snæ til lukku með þeirra kosningu.

Körfuboltaleikmenn sem fengu atvæði í kosningunni að þessu sinni til Íþróttamanns ársins 2020:
2. Martin Hermannsson, körfubolti – 356 atkvæði
10. Tryggvi Snær Hlinason, körfubolti – 66 atkvæði

Íþróttamaður ársins 2020 · Topp 10

1. Sara Björk Gunnarsdóttir, fótbolti – 600
2. Martin Hermannsson, körfubolti – 356
3. Aron Pálmarsson, handbolti – 266
4. Anton Sveinn McKee, sund – 209
5. Bjarki Már Elísson, handbolti – 155
6. Glódís Perla Viggósdóttir, fótbolti – 126
7. Guðni Valur Guðnason, frjálsíþróttir – 106
8. Ingibjörg Sigurðardóttir, fótbolti – 84
9. Gylfi Þór Sigurðsson, fótbolti – 74
10. Tryggvi Snær Hlinason, körfubolti – 66

Sögu íslenskra körfuknattleiksmanna í kjörinu má sjá hérna á kki.is undir Sagan> Viðurkenningar og verðlaun