29 des. 2020Íþróttamaður ársins verður valinn í kvöld þriðjudaginn 29. desember. Þrjátíu meðlimir úr Samtökum íþróttafréttamanna tóku þátt í kjörinu að þessu sinni og konurnar í samtökunum eru fjórar að þessu sinni. Sjálft hófið fer ekki fram með hefðbundnum hætti í ár vegna samkomutakmarkanna en kjörið verður í beinni útsendingu eins og áður segir í kvöld á RÚV kl. 19:40.

Tveir körfuknattleiksmenn eru á topp tíu í ár en það eru þeir Martin Hermannsson og Tryggvi Snær Hlinason og verður ljóst í kvöld í hvaða sætum þeir, ásamt þeim sem tilnefndir eru til íþróttamanns ársins, lenda.

Þetta verður í 65. sinn sem Íþróttamaður ársins er útnefndur af Samtökum Íþróttafréttamanna. Topp tíu listinn að þessu sinni var kynntur á Þorláksmessu.

Topp 10 í stafrófsröð 2020:

Anton Sveinn McKee
Aron Pálmarsson
Bjarki Már Elísson
Glódís Perla Viggósdóttir
Guðni Valur Guðnason
Gylfi Þór Sigurðsson
Ingibjörg Sigurðardóttir
Martin Hermannsson
Sara Björk Gunnarsdóttir
Tryggvi Snær Hlinason

#korfubolti