Reglugerð um afreksnefnd

1. 
Afreksnefnd skal skipuð sjö einstaklingum – í nefndinni skulu sitja þrír stjórnarmenn KKÍ sem stjórn skipar á fyrsta fundi eftir körfuknattleiksþing. Aðra nefndarmenn skipar stjórn einnig. Formaður nefndarinnar skal vera stjórnarmaður KKÍ.
 
2. 
Afreksnefnd er ráðgefandi nefnd fyrir stjórn KKÍ og tekur á öllum þáttum í afrekssmálum KKÍ.
 
3. 
Afreksnefnd skal skila inn afreksáætlun til stjórnar KKÍ.
 
4. 
Afreksnefnd kemur með tillögu til stjórnar KKÍ um landsliðsþjálfara á öllum stigum afreksstarfs KKÍ.
 
5. 
Afreksnefnd kemur með tillögur til stjórnar um landsleiki og þátttöku landsliða í mótum.
 
6. 
Stjórn KKÍ skal tryggja afreksnefnd ákveðna upphæð á ári til afreksmála.
 
7. 
Afreksnefnd getur skipað vinnunefndir um ákveðin verkefni eftir að hafa gert um það tillögu til stjórnar KKÍ og fengið samþykkta.
 
 

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira