Reglugerð um fjárhagsnefnd

1. 
Fjárhagsnefnd skal skipuð fimm einstaklingum – í nefndinni skulu sitja formaður og gjaldkeri KKÍ. Formaður nefndarinnar er formaður KKÍ. 
Aðrir nefndarmenn skulu skipaðir af stjórn KKÍ.
 
2. 
Fjárhagsnefnd hefur umsjón með fjármálum KKÍ ásamt stjórn og framkvæmdastjóra KKÍ.
 
3. 
Fjárhagsnefnd gerir tillögu að fjárhagsáætlun til stjórnar KKÍ.
 
4. 
Fjárhagsnefndin annast eftirlit og skoðar reglulega framgang fjárhagsáætlunar.
 
5. 
Fjárhagsnefnd vinnur að því að styrkja fjárhag KKÍ og aðstoðar við fjármögnun á starfsemi KKÍ.

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira