Reglugerð um fræðslunefnd

1. 
Stjórn KKÍ skipar 3 fulltrúa í fræðslunefnd og einn þeirra sem formann.
 
2. 
Fræðslunefnd sinnir málum sem snúa að fræðslumálum, m.a. þjálfaramenntun og dómaramenntun í samvinnu við dómaranefnd.
 
3. 
Fræðslunefnd ber ábyrgð á því að setja fram fræðsluáætlun KKÍ og sinnir fræðslu samkvæmt henni.
 
4. 
Fræðslunefnd skal í samvinnu við dómaranefnd skipuleggja og sjá um hið minnsta tvö dómaranámskeið fyrir nýliða á hverju ári (ef þátttaka fæst), þar af annað snemma hausts.
 
5. 
Fræðslunefnd sér um mat á þjálfurum skv. gildandi fræðsluáætlun hverju sinni og ber að halda skrá yfir hæfni þjálfara hverju sinni.

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira