Reglugerð um leikmannasamninga

1. Félagaskipti innanlands
Leikmaður, sem er samningsbundinn við félag, getur ekki haft félagaskipti, nema félagið og hann séu sammála um að leysa hvorn annan frá samningnum. Verði aðilar samningsins samála um að leikmaður geti haft félagaskipti skulu félagaskiptin hlíta eftirfarandi ákvæðum.
 
a) Félagaskiptum leikmanna, sem eru á samningi milli samningsfélaga fylgja greiðslur milli félaga. Slíkar greiðslur skulu ákvarðast af eftirfarandi reglum.
b) Grunngjaldið A er 100.000,- kr. Allar greiðslur milli félaga vegna félagaskipta reiknast sem margfeldi af grunngjaldi samkvæmt eftirfarandi reglum. Félagaskiptagjald getur aldrei orðið hærra en tífalt grunngjald sbr. grein 3 og 5. Grunngjaldið skal endurskoðað ár hvert og skal taka mið af verðlagsbreytingum milli ára og gengur nýja grunngjaldið í gildi 1. júní ár hvert.
c) Ef leikmaður, sem er samningsbundinn, gerir samning við nýtt félag skal hið nýja félag greiða samningsfélagi gjald fyrir. Gjaldið skal vera grunngjaldið A, sbr. grein 2, margfaldað með afreksstuðlinum B, sbr. grein 5, 6 og 7.
d) Afreksstuðullinn B er í 5 þrepum. Fyrir íslenska ríkisborgara skilgreinist hann á eftirfarandi hátt:

Stuðullinn er 10 fyrir leikmann sem er
29 ára eða yngri og hefur leikið
a.m.k. helming af A-landsleikjum Íslands undangengin 4 ár;
eða a.m.k. 20 landsleiki alls,
eða a.m.k. 30 leiki í efstu deild sem erlendur leikmaður.

25 ára eða yngri og hefur leikið
a.m.k. helming af A-landsleikjum Íslands undangengin 3 ár;
eða a.m.k. 15 landsleiki alls.

22 ára eða yngri og hefur leikið
a.m.k. helming af A-landsleikjum Íslands undangengin 2 ár;
eða a.m.k. 10 landsleiki alls.

Stuðullinn er 7 fyrir leikmann sem nær ekki 10 en er
30 ára og hefur leikið
a.m.k. helming af A-landsleikjum Íslands undangengin 4 ár;
eða a.m.k. 20 landsleiki alls
eða a.m.k. 30 leiki í efstu deild sem erlendur leikmaður.

29 ára eða yngri og hefur leikið
a.m.k. fjórðung af A-landsleikjum Íslands undangengin 4 ár;
eða a.m.k. 12 landsleiki alls
eða a.m.k. 20 leiki í efstu deild sem erlendur leikmaður.

25 ára eða yngri og hefur leikið
a.m.k. fjórðung af A-landsleikjum Íslands undangengin 3 ár;
eða a.m.k. 8 landsleiki alls.

22 ára eða yngri og hefur leikið
a.m.k. fjórðung af A-landsleikjum Íslands undangengin 2 ár;
eða a.m.k. 4 landsleiki alls;
eða hefur leikið a.m.k. 5 unglingalandsleiki Íslands alls.

Stuðullinn er 5 fyrir leikmann sem nær ekki 7 en er
31 árs og hefur leikið
a.m.k. helming af A-landsleikjum Íslands undangengin 4 ár;
eða a.m.k. 20 landsleiki alls
eða a.m.k. 30 leiki í efstu deild sem erlendur leikmaður.

30 ára og hefur leikið
a.m.k. fjórðung af A-landsleikjum Íslands undangengin 4 ár;
eða a.m.k. 12 landsleiki alls
eða a.m.k. 20 leiki í efstu deild sem erlendur leikmaður.

29 ára eða yngri og hefur leikið
a.m.k. 2 af A-landsleikjum Íslands undangengin 4 ár og a.m.k. 75 leiki í efstu deild,
eða a.m.k. 4 landsleiki alls og a.m.k. 75 leiki í efstu deild
eða a.m.k. 10 leiki í efstu deild sem erlendur leikmaður.

25 ára eða yngri og hefur leikið
a.m.k. 2 af A-landsleikjum Íslands undangengin 4 ár;
eða a.m.k. 3 af landsleikjum Íslands alls;
eða a.m.k. 5 unglingalandsleiki Íslands alls og a.m.k. 40 leiki í efstu deild.

22 ára eða yngri og hefur leikið
a.m.k. 3 af unglingalandsleikjum Íslands alls og a.m.k. 25 leiki í efstu deild.

Stuðullinn er 3 fyrir leikmann sem nær ekki 5 en er
32 ára og hefur leikið
a.m.k. helming af A-landsleikjum Íslands undangengin 4 ár;
eða a.m.k. 20 landsleiki alls
eða a.m.k. 30 leiki í efstu deild sem erlendur leikmaður.

31 árs og hefur leikið
a.m.k. fjórðung af A-landsleikjum Íslands undangengin 4 ár;
eða a.m.k. 12 landsleiki alls
eða a.m.k. 20 leiki í efstu deild sem erlendur leikmaður.

30 ára og hefur leikið
a.m.k. 2 af A-landsleikjum Íslands undangengin 4 ár og 100 leiki í efstu deild;
eða a.m.k. 4 landsleiki alls og a.m.k. 100 leiki í efstu deild
eða a.m.k. 10 leiki í efstu deild sem erlendur leikmaður.

29 ára eða yngri og hefur leikið
a.m.k. 100 leiki í efstu deild;
eða a.m.k. 50 leiki í efstu deild, og 75 leiki í 1. eða 2. deild
eða í efstu deild sem erlendur leikmaður.

25 ára eða yngri og hefur leikið
a.m.k. 50 leiki í efstu deild
eða a.m.k. 25 leiki í efstu deild og 50 leiki í 1. eða 2. deild.

22 ára eða yngri og hefur leikið
a.m.k. 1 af A-landsleikjum eða unglingalandsleikjum Íslands,
eða a.m.k. 25 leiki í efstu deild, og a.m.k. 3 leiki alls með einhverju af
landsliðum Íslands;
eða a.m.k. 50 leiki í efstu eða næst efstu deild og a.m.k. 3 leiki alls með einhverju af landsliðum Íslands.

19 ára eða yngri og hefur leikið
a.m.k. 10 leiki í efstu deild og a.m.k. 10 leiki alls með einhverju af landsliðum Íslands;

Stuðullinn er 1 fyrir leikmann sem nær ekki 3.

Með leikjum í efstu deild teljast leikir í allir leikir í Íslandsmóti og bikarkeppnum KKÍ og leikir í Evrópukeppnum félagsliða og öðrum opinberum alþóðlegum mótum.

Stuðullinn uppreiknast eftir lok keppnistímabils og miðast aldur þá við 1. maí ár hvert. Stuðullinn telst síðan óbreyttur til loka næsta keppnistímabils.

I). Gildi afreksstuðulsins B fyrir leikmann, sem er ekki íslenskur ríkisborgari skal ákvarðað af félagi og leikmanni í samráði við aga- og úrskurðarnefnd KKÍ. Meta skal körfuknattleikslega getu leikmannsins miðað við íslenska leikmenn.

II).Leikmanni, sem hefur átt við meiriháttar meiðsli eða veikindi að stríða svo að hann hefur ekki getað leikið körfuknattleik í langan tíma, og telur með hliðsjón af því að afreksstuðull sinn sé of hár og hindri fyrirhuguð félagaskipti sín, skal heimilt að áfrýja niðurstöðunni til lækkunar til aga- og úrskurðarnefndar KKÍ, sem metur hvort sanngjarnt sé að lækka stuðulinn.

III). Félag skal standa skil á félagaskiptagjöldum innan tveggja mánaða eftir að slík krafa myndast á það. Skal miðað við dagsetningu þegar félagaskipti eru skráð hjá KKÍ. Félag, sem verður uppvíst af því að brjóta þessar reglur til að komast hjá greiðslum, skal skylt að greiða áfallnar greiðslur með hæstu dráttarvöxtum frá þeim tíma sem greiðslan átti að gjaldfalla.
 
2. Félagaskipti leikmanna milli landa
A. ALMENN ÁKVÆÐI
I). Ef leikmaður hyggst leika með erlendu liði og samkomulag er um félagaskiptin við félagastjórn hans, skal félagsstjórnin tilkynna stjórn KKÍ um þá ákvörðun bréflega.
II). Um hlutgengi íslenskra ríkisborgara og félagsskipti til eða frá erlendum ríkjum skal farið samkvæmt reglugerð KKÍ um félagaskipti.
III). Leikmaður, sem hyggst gerast leikmaður í körfuknattleik með erlendu félagi eða liði, skal tilkynna þá ákvörðun strax til félags síns og eru félagaskiptin háð samþykki þess.
IV). Félag leikmanns, er hyggst gerast leikmaður í körfuknattleik erlendis, getur tekið við greiðslum frá hinu erlenda félagi eða liði við félagaskipti leikmannsins.
 
B. SÉRÁKVÆÐI FYRIR LEIKMENN SEM ERU SAMNINGSBUNDNIR
Ef leikmaður, sem er samningsbundinn við félagið, hyggst leika með erlendu liði skulu þeir samningar fara fram í samráði við það félagið. Samningaviðræður vegna félagaskipta til erlendra félaga skulu taka mið af eftirfarandi vinnureglum:
1. Leikmaður semur sjálfur um eigin launagreiðslur.
2. Stjórn félagsins semur um félagaskiptagjald við erlenda félagið.
3. Ef leikmaður telur að stjórn félagsins sýni óbilgirni í samningum og hindri með því möguleg félagaskipti til erlends félags getur hann vísað málinu til aga- og úrskurðarnefndar KKÍ.
 
3. Skráning leikmannasamninga
Skrifstofa KKÍ skal annast skráningu leikmannasamninga hjá félögum. Skal félag, eigi síðar en 1 mánuði eftir stofnun samnings, senda skrifstofu KKÍ yfirlýsingu um slíka samninga með upplýsingum um það hversu lengi viðkomandi leikmaður er bundinn félaginu. Tilkynningin skal vera undirrituð af viðkomandi félagi og leikmanni, eða forsvarsmanni hans ef leikmaður er yngri en fullra 18 ára. Óskráðir leikmannasamningar eða samningar sem skráðir eru síðar en 1 mánuði eftir undirskrift, hafa ekki þýðingu við ákvörðun KKÍ eða aga og úrskurðarnefndar um félagaskipti.
 
Leikmannasamning er að finna á Acrobat formi (.pdf) - Sækja leikmannasamning

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira