7 ágú. 1999Evrópukeppni unglingalandsliða hélt áfram í gær, 20 ára lið Íslands lék gegn Svíum og tapaði 68-82 (31-39). Íslendingar byrjuðu mjög vel og komust 19-11 yfir, þá fóru Svíarnir að koma mjög vel út á móti íslensku skyttunum og breyttu stöðunni í 21-28 á nokkrum mínútum. Svíarnir spiluðu góða vörn sem Íslendingar fundu aldrei svar við auk þess sem Svíar unnu marga bolta með pressuvörn. Minstur munur í seinni hálfleik var 7 stig. Þetta var versti leikur íslenska liðisins í keppninni til þessa. Örlygur og Sævar voru bestu menn liðsins. Örlygur Sturluson svar stigahæstur með 14 stig, Sævar Sigurmundsson skoraði 13, I. Magni Hafsteinsson 10, Jón N. Hafsteinsson 8, Sæmundur Oddsson 7, Morten Szmiedowicz 6 og aðrir minna.