5 okt. 2000Fyrstu þrír leikirnir í Kjörísbikarnum fóru fram í kvöld. Skallagrímur var eina liðið til að vinna heimasigur, en þeir unnu Hamar með átta stiga mun, 71-63. Stigahæstur í liði heimamanna var Sigmar Páll Egilsson með 26 stig, en Chris Dade skoraði 17 stig fyrir Hamar. Keflavík vann ÍR í Seljaskóla 111-89. Calvin Davis var atkvæðamestur Keflvíkinga með 33 stig, 10 fráköst og þrjú varin skot, en næststigahæstur var Jón N. Hafsteinsson með 18 stig. Í liði ÍR var Cedrick Holmes með 30 stig og 16 fráköst, en Eiríkur Önundarson kom næstur með 27 stig. Í Grafarvoginum töpuðu Valsmenn fyrir Haukum 103-82. Rick Mickens var í essinu sínu og skoraði 47 stig fyrir Hauka, en Eyjólfur Jónsson og Marel Guðlaugsson komu næstir með 10 stig hvor. Í lið heimamanna var Drazen Jozic með 25 stig og Delawn Grandison með 18 stig. Á morgun, föstudag, fara fram hinir fimm leikirnir í fyrri hluta 16 liða úrslitanna.