1 nóv. 2000KKÍ hefur gert samning við Ölgerðina um að að fyrirtækið verði stuðningsaðili bikarkeppninnar. Keppnin verður kennt við snakkframleiðandann Doritos, sem framleiðir m.a. flögur og ídýfur, en Ölgerðin er umboðsaðili Doritos á Íslandi. Skrifað var undir samning þessa efnis síðdegis í dag. Í kvöld (miðvikudag) kl. 18:30 verður dregið í 16-liða úrslit keppninnar í íþróttaþættinum Heklusport á Sýn. Í skálinni góðu verða nöfn Epson-deildarliða: Keflavíkur, UMFN, UMFG, KR, ÍR, Vals, Hauka, Skallagríms, Tindastóls, Þórs Ak. og Hamars. Auk þess verða í skálinni nöfn ÍA, Selfoss, Stjörnunnar og Þórs Þ. úr 1. deild og Léttis úr 2. deild. Leikirnir í 16-liða úrslitunum fara fram 9.-10. desember nk. Síðan verða 8-liða úrslit 6.-7. janúar og undanúrslit 4. febrúar. Úrslitaleikurinn verður síðan í Laugardalshöll 24. febrúar.