20 nóv. 2000Dregið hefur verið í riðla í undankeppnum Evrópumóta ungmenna og unglinga og eru íslensku liðin í sterkum riðlum. Í ungmennakeppni karla, U-20 ára (f. ´82), leikur íslenska liðið í riðli með Spáni, Rússlandi, Eistlandi, Danmörku og Svíþjóð. Keppnin fer fram í Norrköping í Svíþjóð 11.-15. júlí nk. Ísland lenti í riðli með Spáni, Ísrael, Belgíu og Finnlandi í U-18 ára keppninni pilta (f. ´84), sem fram fer 8.-12. ágúst í Leon á Spáni. Þetta lið tekur einnig þátt í Polar cup í Kaupmannahöfn á milli jóla og nýárs.