22 nóv. 2000Sverrir Scheving Thorsteinsson leikmaður KR b í 2. deildinni hefur verið dæmdur í fjögurra leikja bann af aganefnd KKÍ. Sverrir var kærður fyrir að hafa veist að dómara í leik Reynis S. og KR b í 2. deild karla sl. föstudag. Samkvæmt kærunni sló Sverrir, Kristinn Óskarsson dómara, þugu höggi í gagnaugað. Var honum þá vikið samstundis af leikvelli. Sverrir byrjar að taka bann sitt frá og með hádegi næsta föstudag.