25 nóv. 2000Leikur Íslands og Belgíu í undanúrslitariðli EM í Roselare í Belgíu er lokið með sigri Belga 96-61. Ísland hafði yfir eftir fyrsta leikhluta, en Belgar höfðu náð 5 stiga forskoti þegar blásið var til leikhlés. Síðari hálfleikur reyndist íslenska liðinu erfiður og Belgar unnu sanngjarnan sigur. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 25-28 fyrir Ísland, en Ísland var einnig yfir um miðjan leikhlutann 13-15. Logi Gunnarsson átti mjög góðan leik í 2. leikhluta og í hálfleik í Roselare var staðan 38-33 fyrir Belgíu. Íslenska liðið hefur leikið mjög vel í fyrri hálfleik og komið Belgum í opna skjöldu. Belgarnir komust yfir rétt fyrir hlé, en Ísland hafði þá haft forystu frá því í fyrsta leikhluta. Eric Struelens, miðherji Real Madrid, hefur verið gríðarlega sterkur í teignum, en Friðrik Stefánsson hefur leikið mjög góða vörn gegn honum. Bakslag kom í leik íslenska liðsins í þriðja leikhluta og Belgar fóru að hitta betur og byggðu upp forskot. Í fjórða leikhluta bættu Belgar við forskot sitt og unnu sanngjarnan sigur 96-61. Frábær umgjörð er um leikinn og stemning góð meðal 2000 áhorfenda. Stig Íslands: Logi Gunnarsson 16, Ólafur Jón Ormsson 11, Herbert Arnarson 10, Helgi Jónas Guðfinnsson 10, Friðrik Stefánsson 5, Jón Arnór Stefánsson 4, Páll Axel Vilbergsson 3 og Birgir Örn Birgisson 2.