28 des. 2000Íslenska U16 landsliðið sigraði það norska í kvöld á Norðurlandamótinu (Polar cup) í Fredriksberg, Danmörku. Lokatölurnar urðu 100-44, eftir að staðan í hálfleik var 44-16. Eins og sést á úrslitunum var ekki um mikla keppni ad ræða og fengu allir leikmenn íslenska liðsins að spreita sig nokkud jafnt og skiptu þeir bródurlega a milli sín stigunum. Mesta spennan var um það hvort íslenska liðið mundi ná að skora 100 stig í þessum leik. Stigahæstir voru: Sævar 19 stig, Jón Brynjar og Þorleifur 12 og Ólafur með 11. Frákastahæstir voru Fannar med 8 fráköst, en Kristinn og Jón Brynjar voru með 7 hvor. Íslendingar spila næst á móti Dönum á morgun kl. 18:00 að íslenskum tíma. Leik Finna og Svía sem hófst kl. 14 í dag er enn ekki lokið. Leik var hætt þegar 28 sekúndur voru liðnar af síðari hálfleik, þegar einn leikmaður Svía braut körfuspjaldið í hraðaupphlaupi. Þá var staðan 46-36 Finnum í vil. Ekki reyndist unnt að útvega nýtt spjald í tæka tíð og verður því síðari hálfleikurinn leikinn kl. 12:00 á morgun. Það verður því nóg um að vera í höllinni í Frederiksberg á morgun þegar 3 1/2 leikur verða leiknir. Sem betur fer á Ísland bara að leika einn leik, gegn Dönum, sem þessa stundina eru að etja kappi við Svía. Nánari upplýsingar um mótið er að finna á [v+]http://resultater.sportal.dk/dbbf/Display/k33.mml?rv1=P000701&fb=DBBF&ak=Ynglinge&rk=Polar+Cup+2000&k=Herrer[v-]Polar cup síðu.[slod-]