2 jan. 2001Óskar Ó. Jónsson frá Vísi.is sigraði í vefstjórakeppninni sem fram fór sl. föstudagskvöld. Óskar sigraði með yfirburðum í keppninni og athygli vakti frammistaða hans á körfuboltavellinum, þar sem hann var með frábæra nýtingu í þeim þrautum sem fyrir hann voru lagðar. Óskar fékk fullt hús stiga í stiger-keppninni og einnig úr lay-up keppninni. Þá var hann með 60%nýtingu í þriggja stiga skotum, sem er nýting sem fáir geta státað af. Það má því segja að Óskar hafi rúllað upp tölfræðinni á föstudagskvöldið eins og svo oft áður. Í spurningakeppninni reyndist Gunnar Freyr Steinsson, eða Mikki Vefur frá dómaravefnum, Óskari verðugur keppinautur. Gunnar Frey náði bestum árangri í spurningunum og varð í öðru sæti í keppninni. Snorri Örn Arnaldsson frá Fjölni varð í þriðja sæti í keppninni. Það vakti nokkra athygli að engin vefstjóranna gat svarað rétt spurningunni um hve margir Norðurlandabúar lékju í Epson-deildinni. En rétt svar er að þeir eru um það bil 120.