12 nóv. 2020Í dag er komið að fyrri leik landsliðs kvenna í þessum landsliðsglugga sem fram fer dagana 8.-15. nóvember og verða leiknir á Grikklandi í Heraklion á eyjunni Krít í „bubblu“ sem FIBA hefur sett upp fyrir öll liðin í A-riðli undankeppninnar. Leikirnir í undankeppninni hjá öllum liðum í nóvember áttu að vera heima og að heiman en hefur nú verið breytt fyrir alla riðla í einangraða leikstaði. Í dag er komið að fyrri leik íslenska liðsins og verður hann gegn sterku liði Slóveníu. Seinni leikurinn í glugganum verður á laugardaginn gegn Búlgaríu.

Leikurinn í dag verður í beinni útsendingu á RÚV kl. 15:00 að íslenskum tíma.

Íslenska liðið verður þannig skipað í dag:

Nafn · Félag (landsleikir)
Bríet Sif Hinriksdóttir · Haukar (2)
Dagbjört Dögg Karlsdóttir · Valur (4)
Eva Margrét Kristjánsdóttir · Haukar (Nýliði)
Guðbjörg Sverrisdóttir · Valur (20) · Fyrirliði
Hallveig Jónsdóttir · Valur (21)
Isabella Ósk Sigurðardóttir · Breiðablik (4)
Katla Rún Garðarsdóttir · Keflavík (Nýliði)
Lovísa Björt Henningsdóttir · Haukar (2)
Salbjörg Ragna Sævarsdóttir · Keflavík (6)
Sara Rún Hinriksdóttir · Leicester, England (19)
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir · Skallagrímur (53)
Þóra Kristín Jónsdóttir · Haukar (17)

13. leikmaður: 
Anna Ingunn Svansdóttir · Keflavík (Nýliði)

Þjálfarar og fararteymi:
Þjálfari: Benedikt Guðmundsson
Aðstoðarþjálfarar: Halldór Karl Þórsson og Danielle Rodriguez
Sjúkraþjálfari: Sædís Magnúsdóttir
Fararstjóri: Hannes S. Jónsson
Sóttvanrarfulltrúi: Guðbjörg Elíasdóttir Norðfjörð
Liðstjórn: Kristinn Geir Pálsson