24 nóv. 2020

Þó ekki hafi verið leiknir margir körfuboltaleikir á Íslandi undanfarnar vikur og mánuði hafa dómarar ekki setið auðum höndum. Haldnir hafa verið alls 15 fjarfundir með mismunandi sniðum.
 
FIBA hefur boðið upp á alls 7 fundi undir stjórn Neil Wilkinson FIBA leiðbeinandi og tengiliður við Ísland í svokölluðu SCOD verkefni, þar sem m.a. hefur verið farið í staðsetningar og reglubreytingar
Haldnir voru 2 haustfundir þar farið var yfir helstu málin áður en tímabilið byrjaði og í nýjasta Covidstoppinu hafa verið vikulegir fundir sem Kristinn Óskarsson FIBA leiðbeinandi hefur stýrt og farið hefur verið yfir ýmis mál. Meðal þeirra mála sem farið hefur verið yfir eru klippur úr þeim leikjum sem þegar hafa verið spilaðir í haust og menn velt vöngum yfir atvikum og greint. Jóhann Ingi Gunnarsson sálfræðingur var með fyrirlestur á einum fundinum og í kvöld mun fyrrverandi NBA dómarinn Joey Crawford vera með fyrirlestur.
Einnig var haldinn einn almennur fundur þar sem hverjum sem er bauðst að hlýða á kynningu á hugmyndafræði leiksins.
 
Að auki hafa dómarar haldið áfram að sinna skyldum sínum á basketref.com, þ.e. að taka prófa á tíu daga fresti og meta klippur.
 
Það er almenn ánægja meðal dómara með fundina sem heldur mönnum á tánum og þéttir hópinn.