30 jan. 2021Um síðustu helgi stóðu KKÍ og Atlas endurhæfing fyrir sérstöku Diploma námskeiði fyrir sjúkraþjálfara sem var sérmiðað að Körfuknattleik. Þetta er í fyrsta sinn sem sérstakt námskeið er haldið sérmiðað og eingöngu með körfuknattleik sem viðfangsefni að því er best vitað og er KKÍ eitt af fyrstu sérsamböndunum til að koma á fót þessu verkefni. 

Vonir standa til að allir þeir sjúkraþjálfarar sem fari í verkefni fyrir KKÍ hafi staðiðst námskeiðið. 

Alls voru 9 sjúkraþjálfarar sem sátu námskeiðið og var almenn ánægja með hvernig til tóks. 
Kennarar voru Valgeir Viðarsson og Róbert Magnússon frá Atlas endurhæfingu.

Um var að ræða 6 klst. nám þar sem ber heitið „KKÍ · Fyrsta meðhöndlun á leikstað“ og var meðal annars farið yfir eins og sjúkraþjálfari liðs (Skyldur og ábyrgð - á leikstað - verkferlar), Medical Emergency Trauma, verklegt - greining meiðsla og verkferlar við mat meiðsla, Algeng meiðsli og fyrsta hjálp og teipingar.