1 feb. 2021

Í kvöld mun Kristinn Óskarsson ná þeim stóra áfanga að dæma sinn 800. leik í efstu deild karla, þegar hann dæmir leik Grindavíkur og Stjörnunnar, og er þá aðeins átt við deildarkeppni, ekki úrslitakeppni.

Kristinn dæmdi sinn fyrsta leik 23. október 1988 þegar Njarðvík tók á móti Tindastóli. Meðdómari hans þá var Jón Otti Ólafsson. Eins og kom fram í frétt KKÍ um 400. leik Kristins árið 2005 voru allir leikmennirnir úr fyrsta leiknum hættir að spila þá og enginn tekið fram skóna aftur, núna rúmum 14 árum seinna.

Tímabilið í vetur hans 32. tímabil í deildinni en hann var eitt ár á Spáni og dæmdi þá ekki í henni. Ef við veltum fyrir okkur fjölda umferða sem leiknar hafa verið á þessum tíma er umferðin í kvöld sú 726. og því hefur Kristinn dæmt a.m.k. 68 sinnum tvo leiki í umferð.

KKÍ óskar Kristni til hamingju með áfangann.