7 feb. 2021Íslenska kvennalandsliðið hefur nú lokið keppni í undankeppni EM 2021 og er að ferðast heim í dag og á morgun. Niðurstaðan var fjórða og síðasta sætið í A-riðli þar sem liðið varð fyrir neðan Búlgaríu og svo Grikkland og Slóveníu. Bæði Slóvenía og Grikkland unnu sér sæti á lokamóti EM, sem sýnir styrk riðilsins, og verður gaman að fylgjast með gengi þeirra á lokamótinu í sumar.

Í þessari „bubblu“ sem fram fór í Ljubljana í Slóveníu léku stelpurnar okkar einmitt síðari leiki liðsins við Grikkland og Slóveníu. Fyrri leikurinn á fimmtudaginn fór 58:95 fyrir Grikkjum og seinni leikurinn í gær 96:59 gegn Slóveníu.

Framundan er ný undankeppni sem fer af stað næsta haust og dregið verður í riðla eftir EuroBasket Women’s 2021 sem fer fram í júní í sumar.