17 maí 2021Haukar eignuðust Íslandsmeistara í 8. flokki drengja um helgina en lokamótið fór fram á laugardegi á Ásvöllum og á sunnudeginum í Fagralundi í Kópavogi. Haukar, Stjarnan og Breiðablik voru 3/1 eftir leiki helgarinnar og innbyrðis voru það Haukar sem stóðu best að vígi og voru krýndir meistarar. Næst komu í réttri röð Stjarnan, Breiðablik, Ármann og Skallagrímur. 

Þjálfari strákanna er Emil Barja.

KKÍ óskar Haukum og strákunum til hamingju með titilinn!