14 jún. 2021Það verða Keflavík og Þór Þorlákshöfn sem leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í Domino's deild karla í ár. Þetta var ljóst eftir oddaleik laugardagsins þar sem Þór Þ. lagði Stjörnuna og leika því til úrslita gegn Keflavík sem sló út ríkjandi Íslandsmeistara KR. 

Sagan:
Keflavík hefur, síðan 8-liða úrslitakeppni var tekin upp árið 1995, 7 sinnum orðið deildarmeistari og 6 sinnum orðið Íslandsmeistari, síðast árið 2008. Þór Þorlákshöfn hefur ekki orðið deildarmeistari né Íslandsmeistari en liðið hefur einu sinni leikið til úrslita í Domino's deildinni og var það árið 2012.

Leikjaplan og úrslit leikja verður að finna hérna á kki.is

Allir leikir úrslitanna verða sendir út á Stöð 2 Sport með viðhafnar útsendingu og Domino's Körfuboltakvöldi fyrir og eftir leik á hverjum leikdegi. 
Allir leikir seríunnar fara fram kl. 20:15. 

Leikdagar verða: 

Miðvikudagur 16. júní · Leikur 1
Keflavík-Þór Þ. · Blue-höllin, Keflavík

Laugardagur 19. júní · Leikur 2
Þór Þ.-Keflavík · Icelandic Glacial-höllin, Þorlákshöfn

Þriðjudagur 22. júní · Leikur3
Keflavík-Þór Þ. · Blue-höllin, Keflavík

Föstudagur 25. júní · Leikur 4
Þór Þ.-Keflavík (*ef þarf) · Icelandic Glacial-höllin, Þorlákshöfn

Sunnudagur 27. júní · Leikur 5
Keflavík-Þór Þ. (*ef þarf) · Blue-höllin, Keflavík


#korfubolti