22 júl. 2021U20 lið karla lék sinn þriðja leik í dag gegn Svíþjóð. Strákarnir okkar töpuðu gegn Finnum í fyrsta leik og unnu svo Eistland í gær. Í dag lék þeir gegn Svíum.

Ísland-Eistland:
Strákarnir í U20 unnu frábæran sigur á heimamönnum í þar sem Styrmir Snær Þrastarson fór mikinn. Eistar skoruðu 6 fyrstu stigin en síðan tóku strákarnir leikinn yfir og leiddu til loka. Þegar upp var staðið var sigurinn öruggur og liðsheildin virkilega góð. Öll fjögur liðin eru því með einn sigur og eitt tap eftir gærdaginn og því réðst það í dag um hvaða sæti liðin myndu leika.

Styrm­ir Snær Þrast­ar­son frá Þór Þor­láks­höfn var stiga­hæst­ur í ís­lenska liðinu með 25 stig og tók 15 frá­köst. Dúi Þór Jóns­son skoraði 12 stig, tók 3 frá­köst og gaf 5 stoðsend­ing­ar og Veig­ar Páll Al­ex­and­ers­son skoraði 10 stig.  

Ísland-Svíþjóð:

40:33 í hálfleik. Íslenska liðið hélt uppteknum hætti og vann þriðja leikhluta með 4 stigum. Í fjórða leikhluta náði sænska liðið hinsvegar að ganga á lagið og vann leikhlutann 27:12 og því leikinn með fjórum stigum 76:80. Svekkjandi tap því niðurstaðan eftir góðan leik framan af hjá strákunum okkar og fer í reynslubankann. 

Styrmir Snær var með 24 stig og 12 fráköst og Þorvaldur Orri Árnason var með 13 stig og 5 fráköst.

Það er því ljóst að Ísland leikur um þriðja sætið á morgun í lokaleik mótsins kl. 13:00 að íslenskum tíma.