30 sep. 2021

Dregið verður í 32-liða og 16-liða úrslit í VÍS bikarkeppni KKÍ fimmtudaginn 30. september kl. 14:30 í húsakynnum VÍS, Ármúla 3, 108 Reykjavík. Fulltrúum þeirra félaga sem eru í pottinum er boðið að vera viðstaddir dráttinn, en þurfa þá að mæta tímanlega.
 
Dregið verður í tvær viðureignir í 32-liða úrslitum VÍS bikars kvenna og átta viðureignir í 16-liða úrslitum.
Dregið verður í sex viðureignir í 32-liða úrslitum VÍS bikars karla og átta viðureignir í 16-liða úrslitum

32-liða úrslitin fara fram 16.-18. október og 16-liða úrslitin 30. október-1. nóvember.

Metþáttaka er hjá konunum en alls eru 18 lið skrá til leiks í ár sem er það mesta frá upphafi.

Liðin sem skráð eru til leiks og verða í skálinni í dag eru:

KONUR (18 lið)
Ármann
Aþena-UMFK
Breiðablik
Fjölnir
Grindavík
Hamar-Þór
Haukar
ÍR
Keflavík
KR
Njarðvík
Skallagrímur
Snæfell
Stjarnan
Tindastóll
Valur
Vestri
Þór Akureyri
 
KARLAR (23 lið)
Álftanes
Ármann
Breiðablik
Fjölnir
Grindavík
Hamar
Haukar
Höttur
ÍA
ÍR
Keflavík
KR
Njarðvík
Selfoss
Sindri
Skallagrímur
Snæfell
Stjarnan
Tindastóll
Valur
Vestri
Þór Akureyri
Þór Þorlákshöfn

#visbikarinn