30 sep. 2021

Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í fimm agamálum sem henni hafði borist til úrlausnar.

 

Agamál 9/2021-2022

Með vísan til ákvæðis b. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, Branislav Gregovic, þjálfari KR-B, sæta eins leiks banni vegna háttsemi sinnar í leik Haukar-B gegn KR-B, sem fram fór þann 21. september 2021.

Agamál 10/2021-2022

Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, Shakir Marwan Smith, leikmaður ÍR, sæta áminningu vegna háttsemi sinnar í leik Keflavík gegn ÍR, sem fram fór þann 22. september 2021.

Agamál 11/2021-2022

Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, Arnór Hermannsson, leikmaður Ármanns, sæta áminningu vegna háttsemi sinnar í leik Ármann gegn Þróttur Vogum, sem fram fór þann 24. september 2021. 

Agamál 13/2021-2022

Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, Orri Már Svavarsson, leikmaður Tindastóls, sæta áminningu vegna háttsemi sinnar í leik ÍA/Skallagrímur gegn Tindastól, sem fram fór þann 25. september 2021.