1 okt. 2021

Dregið var í VÍS bikarnum í höfuðstöðvum VÍS í Reykjavík í gær, en Helgi Bjarnason forstjóri VÍS og Birna Lárusdóttir 2. varaformaður KKÍ sáu um að draga. Bikardrátturinn var í beinni á FB síðu KKÍ.

Að þessu sinni var dregið í 32 og 16 liða úrslit VÍS bikars karla og kvenna, en niðurstöður má sjá hér að neðan. Vakin er athygli á því að í 32 liða úrslitum á lið í neðri deild heimaleikjarétt gegn lið í efri deild. Í þeim tilfellum þar sem lið í efri deild var dregið á undan, þá er búið að víxla þeim hér fyrir neðan.


VÍS bikar karla
Að þessu sinni var dregið í VÍS bikar karla á undan, þar sem karlarnir eiga fyrri úrslitaleikinn þann 15. janúar 2022. Hér má sjá niðurstöðuna.
 
32-liða úrslit karla
Dregnar voru sjö viðureignir, en þær eru listaðar hér að neðan í þeirri röð sem þær voru dregnar. Númerið fyrir framan hverja viðureign gefur til kynna númer hvað viðureignin er, og þá hvert sigurliðið fer inn í 16 liða úrslit. Leika skal 32 liða úrslitin 16.-18. október 2021.

1: Skallagrímur – Tindastóll
2: Hamar – Vestri
3: Snæfell – KR
4: Selfoss – ÍA
5: Sindri – ÍR
6: Fjölnir – Þór Ak.
7: Ármann – Valur

16-liða úrslit karla
Dregnar voru átta viðureignir, en þær eru listaðar hér að neðan í þeirri röð sem þær voru dregnar. Leika skal 16 liða úrslitin 30. október-1. nóvember 2021.

Hamar eða Vestri (sigurvegari viðureign 2) – Haukar
Álftanes – Njarðvík
Keflavík – Snæfell eða KR (sigurvegari viðureign 3)
Skallagrímur eða Tindastóll (sigurvegari viðureign 1) – Stjarnan
Grindavík – Höttur
Selfoss eða ÍA (sigurvegari viðureign 4) – Þór Þ.
Breiðablik – Ármann eða Valur (sigurvegari viðureign 7)
Fjölnir eða Þór Ak. (sigurvegari viðureign 6) – Sindri eða ÍR (sigurvegari viðureign 5)


VÍS bikar kvenna
Að þessu sinni var dregið í VÍS bikar kvenna á eftir körlunum, þar sem konurnar eiga seinni úrslitaleikinn þann 15. janúar 2022. Hér má sjá niðurstöðuna.
 
32-liða úrslit kvenna
Dregnar voru tvær viðureignir, en þær eru listaðar hér að neðan í þeirri röð sem þær voru dregnar. Númerið fyrir framan hverja viðureign gefur til kynna númer hvað viðureignin er, og þá hvert sigurliðið fer inn í 16 liða úrslit. Leika skal 32 liða úrslitin 16.-18. október 2021.

1: Valur – Keflavík
2: Vestri – Njarðvík
 
16-liða úrslit kvenna
Dregnar voru átta viðureignir, en þær eru listaðar hér að neðan í þeirri röð sem þær voru dregnar. Leika skal 16 liða úrslitin 30. október-1. nóvember 2021.

ÍR – Aþena-UMFK
Stjarnan – Ármann
Skallagrímur – Vestri eða Njarðvík (sigurvegari viðureign 2)
Haukar – Grindavík
Valur eða Keflavík (sigurvegari viðureign 1) – Fjölnir
Snæfell – KR
Breiðablik – Tindastóll
Hamar-Þór – Þór Ak.