21 okt. 2021

Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í fimm agamálum sem henni hafði borist til úrlausnar.

Agamál 17/2021-2022

Með vísan til ákvæðis c. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál, skal hin kærða, Schekinah Sandja Bimpa, leikmaður Ármanns, sæta eins leiks banni vegna háttsemi sinnar í leik Fjölnis B og Ármanns í mfl. 1. deild kvenna, sem leikinn var þann 13. október 2021.

Agamál 18/2021-2022

Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR, sæta áminningu vegna háttsemi sinnar í leik KR gegn Tindastól, sem fram fór þann 16. Október 2021.

Agamál 19/2021-2022

Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, Almar Björnsson, leikmaður Skallagríms, sæta áminningu vegna háttsemi sinnar í leik Skallagrims gegn Haukum, sem fram fór þann 15. Október 2021.

Agamál 20/2021-2022

Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, Pálmi Geir Jónsson, leikmaður Hamars, sæta eins leiks banni vegna háttsemi sinnar í leik Hamars gegn Hetti, sem fram fór þann 15. Október 2021.

Agamál 23/2021-2022

Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, Tristan Alex Tryggvason, leikmaður KR, sæta áminningu vegna háttsemi sinnar í leik Stjarnan gegn KR, sem fram fór þann 17. Október 2021.