18 nóv. 2021Íslenska landslið karla hefur leik í undankeppni heimsmeistaramótsins, FIBA World Cup 2023, í næstu viku. Þá á liðið tvo leiki dagana 26. nóvember og 29. nóvember. Fyrst heldur liðið til Amsterdam og leikur gegn Hollandi 26. nóvember. Báðir leikirnir fara fram á útivelli að þessu sinni en eins og komið hefur fram að undanförnu þurfti að skipta um heimaleik og útileik gegn Rússlandi vegna aðstöðuleysis á Íslandi. Ekkert hús stenst grunn keppniskröfur FIBA eins er en Laugardalshöllinn, sem er á undanþágu, er ónothæf eins og er.

Liðið heldur því frá Hollandi yfir til St. Pétursborgar þar sem liðið leikur gegn Rússlandi 29. nóvember. Með liðunum þrem er einnig lið Ítalíu í sama riðli en næsti leikgluggi karla verður í febrúar 2022 og á Ísland þá tvo leiki gegn Ítalíu. Eins og staðan er í dag stefnir allt í að báðir þeir leikir þurfa að fara fram á Ítalíu.

Undirbúa þurfti fyrir nokkrum missesrum 18 manna leikmannahóp áður en kom að endanlegu vali hópsins vegna ferðalagsins til Rússlands og upp á að fá vegabréfsáritanir fyrir alla sem að íslenzka hópnum koma. 

Nú hefur Craig Pedersen þjálfari liðsins og aðstoðarþjálfarar hans valið 12 manna hópinn sem skipar landslið okkar í glugganum sem framundan er:

Landslið Íslands er þannig skipað fyrir nóvember 2021:

Elvar Már Friðriksson · Antwerp Giants, Belgíu (56)
Hilmar Smári Henningsson · Stjarnan (7)
Jón Axel Guðmundsson · Bologna, Ítalía (13)
Kári Jónsson · Valur (22)
Kristinn Pálsson · Grindavík (23)
Kristófer Acox · Valur (44)
Martin Hermannsson · Valencia Basket, Spánn (69)
Ólafur Ólafsson · Grindavík (46)
Ragnar Ágúst Nathanaelsson · Stjarnan (55)
Tryggvi Snær Hlinason · Basket Zaragoza, Spánn (47)
Þórir Guðmundur Þorbjarnarson · KR (14)
Ægir Þór Steinarsson · Gipuzkoa Basket, Spánn (64)

Þjálfari: Craig Pedersen
Aðstoðarþjálfarar: Baldur Þór Ragnarsson og Hjalti Þór Vilhjálmsson
Sjúkraþjálfari: Valdimar Halldórsson · Atlas Endurhæfing
Sóttvarnarfulltrúi: Jón Bender 
Fararstjórn og fulltrúar KKÍ: Kristinn Geir Pálsson og Hannes S. Jónsson

Eftirtaldir leikmenn voru í stóra hópnum:
Gunnar Ólafsson, Stjörnunni, Hjálmar Stefánsson, Val og Ragnar Örn Bragason, Þór Þorlákshöfn, voru í leikmannahópnum í upphafi. Þá eru þeir Hörður Axel Vilhjálmsson, Keflavík, og Sigtryggur Arnar Björnsson, Tindastóli, einnig báðir meiddir og verða frá þátttöku í þessum glugga. Haukur Helgi Briem Pálsson, Njarðvík, er ennþá að ná sér að fullu og ekki orðinn leikfær. 

Íslenska liðið heldur út mánudaginn 22. nóvember til Hollands og verður við æfingar úti fram að fyrsta leik.