13 maí 2022

KR urðu í gær meistarar 2. deildar 9. flokks stúlkna með sigri á Haukum í úrslitaleik í Dalhúsum. KR náði forystunni strax í byrjun og létu hana aldrei af hendi og höfðu nokkuð öruggan 69-51 sigur. Þjálfari stelpnanna er Hörður Unnsteinsson.

Rebekka Rut Steingrímsdóttir var valin maður leiksins, en hún skilaði 15 stigum, 5 stoðsendingum og 9 stolnum boltum!

Til hamingju KR!