18 maí 2022Í kvöld er komið að úrslitastundu þegar Valur og Tindastóll mætast í lokaleiknum í úrslitaviðureigninni um íslandsmeistaratitilinn í Subway deild karla!

Leikurinn hefst kl. 20:15 og er UPPSELT á leikinn! Stöð 2 Sport sýnir beint frá Origo-höllinni fyrir þá sem ekki verða á staðnum!

Valur hefur hampað titilinum 1980 og 1983 en Tindastóll hefur ekki gert það í sögunni og hvorugt lið frá því að Úrvalsdeildin var stofnuð 1984. Það er er því söguleg stund fyrir bæði lið hvernig sem fer í kvöld. 

Góða skemmtun!

⚠️ ODDALEIKUR!
🏆 BIKARINN FER Á LOFT Í KVÖLD!

🏀 SUBWAY DEILDIN 
🆚 Lokaúrslit karla
5️⃣ Oddaleikur
🗓 Mið. 18. maí
🎟 UPPSELT er á leikinn
📺 Sýndur beint á @St2Sport

⏰ 20:15
📍 Origo-höllin
🏀 VALUR (2) - TINDASTÓLL (2)

#subwaydeildin #korfubolti