23 sep. 2022

Keppni 1. deildar karla hefst í kvöld með fimm leikjum. Á Álftanesi taka heimamenn á móti Þórsurum frá Akureyri, en leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Nýliðar Ármanns fá Skallagrím í heimsókn, Selfoss sækir Fjölni heim, ÍA tekur á móti Sindra og á Flúðum er Suðurlandsslagur þegar Hamar kemur í heimsókn og mætir Hrunamönnum.