27 sep. 2022

Skráningu í 1. umferð MB10 ára og 2. umferð 8. flokks lýkur í dag.

Fyrsta umferð MB10 ára fer fram helgina 8.-9. október nk. og skráning liða í mótið klárast á miðnætti í kvöld. Í 8. flokki er hægt að gera breytingar á skráningu frá fyrstu umferð fram að miðnætti í kvöld. Allar skráningar fara fram í gegnum FIBA Organizer, en óski lið eftir því að fækka liðum í keppni þarf að senda póst á kki@kki.is.