6 okt. 2022

Í kvöld hefst leiktíðin 2022-2023 í Subway deild karla en þá fara fram fjórir leikir. Á morgun föstudag lýkur svo fyrstu umferðinni með tveim leikjum.

Þór Þ. tekur á móti Breiðablik kl. 18:15 og verður hann í beinni á Stöð 2 Sport.  KR og Grindavík og ÍR og Njarðvík eigast síðan við kl. 19:15 og svo kl. 20:15 mætast Valur og Stjarnan og verður hann einnig í beinni á Stöð 2 Sport.

Á morgun föstudag eigast við nýliðar Hauka og nýliðar Hattar kl. 18:15 og seinni leikurinn er viðureign Keflavíkur og Tindastóls sem hefst kl. 20:00 og verða báður þessir leikir sýndir beint á Stöð 2 Sport.