HM 2023

UNDANKEPPNI HM 2023 · LANDSLIÐ KARLA
Ísland á heimaleik í ágúst 2022 gegn Úkraínu laugardaginn 27. ágúst í annari umferð WorldCup 2023 Qualifiers keppni FIBA. Leikið verður í Ólafssal á Ásvöllum í HafnarfirðiLeikurinn hefst kl. 20:00 og verður sýndur beint á RÚV2. 

Fyrri leikur liðsins í þessum ágúst-glugga verður gegn Spáni og fer hann fram í Pamplona á Spáni 24. ágúst og verður hann sýndur beint á RÚV2.

KKÍ hvetur alla körfuknattleiksaðdáendur til að koma og styðja við bakið á strákunum í þessum loka heimaleik í fyrri umferð undankeppninnar. Síðast lék Ísland gegn Ítalíu í febrúar í mögnuðum tvíframlengdum leik þar sem sigur hafðist að lokum en það var að stórum hluta að þakka frábærum stuðningsmönnum Íslands sem troðfylltu Ólafssal.

MIÐASALA Á ÍSLAND-Úkraína:
 Miðasala verður á STUBB (www.stubbur.app) - Sækja þarf appið á síma, skrá sig inn og greiða með korti.
 Miðaverð verður 2.500 kr. fyrir 16 ár og eldri en 1.000 fyrir 15 ára og yngri

 Takmarkað sætaframboð - ATHUGIÐ: KKÍ aðgöngukort gilda ekki á leikinn.

Fyrirkomulag · L-riðill
Ísland var í H-riðli með Rússlandi, Ítalíu og Hollandi upphaflega. Leikið er heima og að heiman.  Ítalía, Ísland og Holland eru komin áfram í keppninni og í aðra umferð sem er að hefjast nú. Riðlar G og H fóru saman í einn með samtals sex liðum og stigin fara með liðunum sem þau fengu í fyrri umferðinni. Liðin sem blandast við okkar riðil verða Spánn, Georgía og Úkraína. Þrjú þessara liða eftir aðra umferð leika á HM næsta sumar (eftir gluggan í febrúar 2023). Alls verða það 12 evrópsk lið sem leika á HM sem fram fer í Japan, Indónesíu og á Filipseyjum.

Heimasíða keppninnar: fiba.basketball/basketballworldcup/2023/european-qualifiers

NÆSTU LEIKIR:
Næsti leikur liðsins verður ytra gegn Spáni og svo er það heimaleikur 27. ágúst. Næsti gluggi verður í nóvember.

Ágúst 2022:

SPÁNN-ÍSLAND 24. ágúst (úti)
ÍSLAND-ÚKRAÍNA
27. ágúst (heima)

Nóvember 2022:

ÍSLAND-GEORGÍA
11. nóvember (heima)
ÚKRAÍNA-ÍSLAND
14. nóvember (úti)

Febrúar 2023:

ÍSLAND-SPÁNN
23. febrúar (heima)
GEORGÍA-ÍSLAND
26. febrúar (úti)

  

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira