EM2023
.png)
UNDANKEPPNI EM 2023 · LANDSLIÐ KVENNA
Ísland á næstu leiki í keppninni núna í febrúar 2023 í undankeppni EuroBasket Women's 2023. Leikið verður nú í febrúar heima og að heiman og þar með klárast þessi undankeppni. Mótherjar Íslands í riðlinum eru Spánn, Ungverjaland og Rúmenía. Ísland hefur leikið gegn Rúmeníu tvisvar og Ungverjalandi hér heima í nóvember fyrir rúmu ári síðan.
Leikir febrúar verða gegn Ungverjalandi og Spáni. Fyrst verður leikið á útivelli gegn Ungverjalandi þann 9. febrúar í Miskolc, og svo hér heima gegn Spáni. Heimaleikurinn fer fram í Laugardalshöll sunnudaginn 12. febrúar kl. 19:45 og verður í beinni á RÚV2.
Íslenska liðið mun ferðast út mánudaginn 6. febrúar og vera við æfingar ytra fram að leik og kemur svo heim 10. febrúar og undirbýr sig fyrir seinni leikinn í Laugardalshöll. Spænska landsliðið er eitt það sterkasta um þessar mundir og hvetjum við íslenska körfuknattleiksaðdáendur til að sjá þær etja kappi við okkar stelpur!
Landsleikurinn hefst kl. 19:45 í Höllinni gegn Spáni. Við minnum á miðasölu fyrir leikinn í Stubb. (http://stubbur.app)
ÁFRAM ÍSLAND!
MIÐASALA Á 🇮🇸 ÍSLAND vs. 🇷🇴 SPÁNN 12. febrúar.
Miðasala er hafin í STUBB appinu (ath öll miðasala fer fram þar).
http://stubbur.app
Heimasíða keppninnar:
fiba.basketball/womenseurobasket/2023/qualifiers

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira