EM2023

 

UNDANKEPPNI EM 2023 · LANDSLIÐ KVENNA
Ísland á næstu leiki í keppninni í nóvember 2022 annari umferð undankeppni EuroBasket Women's 2023. Leikið verður í núna í nóvember og aftur í febrúar 2023 og þar með klárast þessi undankeppni. Mótherjar Íslands í riðlinum eru Spánn, Ungverjaland og Rúmenía. Ísland hefur leikið gegn Rúmeníu ytra og Ungverjalandi hér heima í nóvember fyrir ári síðan og tapaði báðum leikjum sínum. Núna er leikið er heima og að heiman að nýju en efsta liðið úr riðlinum í lok febrúar fer beint á EM 2023 en möguleiki er fyrir besta annað sætið að fylgja með á lokamótið (fjögur lið með bestan árangur úr öllum undanriðlunum tíu).

Núna í nóvember á Ísland sína næstu tvo leiki á dagskránni, fyrst verður leikið á útivelli gegn Spáni þann 24. nóvember í Huelva, og svo hér heima gegn Rúmeníu. Heimaleikurinn fer fram í Laugardalshöll sunnudaginn 27. nóvember kl. 16:30 og verður í beinni á RÚV.

KÖRFUBOLTAHÁTÍÐ FYRIR LEIK: „Stelpur í körfu"
KKÍ, í samvinnu við FIBA Youth Development Fund og Her World Her Rules sjóðina, mun standa fyrir hátíð í Laugardalshöll fyrir stelpur í körfubolta í tengslum við leikinn hjá landsliði kvenna á sunnudaginn kemur 27. nóvember.

Allir krakkar fá bol merktan átakinu „Stelpur í körfu“  á meðan birgðir endast. Hátíðin hefst klukkan 15:00 og stendur til kl. 16:00, en boðið verður upp á ýmsa skemmtilega leiki þar sem hægt er að vinna körfubolta, Subway-bát og Kristal, fara í andlitsmálningu auk þess sem boðið verður upp á tónlistaratriði. Laugardaginn 26. nóvember munu allar stelpur sem taka þátt í Íslandsmóti MB11 ára fá afhenta eins boli og þá sem verða gefins á hátíðinni og gildir bolurinn sem aðgönumiði fyrir þær á landsleikinn. Í gangi eru útvarpsauglýsingar og í vikunni verða birtar auglýsingar í öðrum miðlum og á samfélagsmiðlum KKÍ sem við hvetjum ykkur að dreifa áfram.
 
Landsleikurinn hefst svo stundvíslega kl. 16:30 í Höllinni gegn Rúmeníu. Við minnum á miðasölu fyrir leikinn í Stubb. (http://stubbur.app)

ÁFRAM ÍSLAND! 


MIÐASALA Á 🇮🇸 ÍSLAND gegn 🇷🇴 RÚMENÍU 27. nóvember:
Miðasala er hafin í STUBB appinu (ath öll miðasala fer fram þar).

http://stubbur.app

Heimasíða keppninnar:
fiba.basketball/womenseurobasket/2023/qualifiers

 

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira