Félög - áhorfendafjöldi
ÁHORFENDAFJÖLDI FÉLAGA
Samþykktur fjöldi í áhorfendastúku.
Til samræmis við 5. gr, reglugerðar heilbrigðisráðherra nr. 404/2021 dags. 13. apríl 2021 er heimilt að hafa að hámarki 100 áhorfendur í einu sóttvarnarhólfi á íþróttaviðburðum og að hámarki tvö sóttvarnarhólf, að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:
- Allir gestir séu sitjandi í númeruðum sætum.
- Allir gestir séu í númeruðum sætum og skráðir, a.m.k. nafn, símanúmer og kennitala. Skráin skal varðveitt í tvær vikur og eytt að þeim tíma loknum.
- Allir gestir noti andlitsgrímu.
- Tryggt sé að fjarlægð milli ótengdra gesta sé a.m.k. 1 metri á alla kanta. Á við börn og fullorðna.
- Veitingasala er ekki heimil í hléi.
- Komið verði eins og kostur er í veg fyrir frekari hópamyndun fyrir viðburði, í hléi og eftir viðburð.
- Skipuleggjendum viðburða er skylt að tryggja þegar áhorfendur eru ekki í sætum, svo sem fyrir og eftir viðburð og í hléi, að ekki komi fleiri saman en 20 manns og að virt sé 2 metra nálægðartakmörkun milli ótengdra aðila. Þó heimilt sé að hafa hlé á viðburðum skal biðja gesti um að halda kyrru fyrir í sætum sínum.
Börn fædd 2015 og síðar telja ekki með í fjöldatölu. Ef ekki er hægt að uppfylla eitthvert ofangreindra skilyrða gildir 20 manna hámark í rými. Áhorfendasvæði skal vera aðskilið keppnissvæðinu og engin blöndun á áhorfendum og þátttakendum er heimil. Við skipulag á íþróttaviðburðum ber að fylgja leiðbeiningum um rými frá embætti landlæknis.
Nauðsynlegt er að búið sé að reikna út stærð áhorfendasvæða og þá fjölda áhorfenda í rýmið sem um ræðir með tilliti til að allir ótengdir aðilar geti haldið 1m nándarregluna. Gera skal ráð fyrir rúmlega 2 m2 fyrir hvern einstakling.
FÉLAG | LEIKVÖLLUR | ÁHORFENDASVÆÐI M2 | ÁHORFENDAFJÖLDI |
Breiðablik | Smárinn | 380 m2 | 100 |
Fjölnir | Dalhús | 500 m2 | 100 |
Grindavík | HS Orku höllin | 214,5 m2 | 100 |
Hamar | Hveragerði | 203 m2 | 100 |
Haukar | Ásvellir | 417 m2 | 100 |
Hrunamenn | Flúðir | 100 m2 | 50 |
Höttur | MVA-höllin | 227 m2 | 100 |
ÍR | Hertz-hellirinn | 200 m2 | 100 |
Keflavík | Blue höllin | 400 m2 | 100 |
KR | DHL höllin | 560 m2 | 100 |
Njarðvík | Njarðtaks gryfjan | 180 m2 | 90 |
Selfoss | Vallaskóli | 220 m2 | 100 |
Skallagrímur | Borgarnes | 202,9 m2 | 100 |
Snæfell | Stykkishólmur | 141 m2 | 70 |
Stjarnan | Mathús Garðabæjar höllin | 412 m2 | 100 |
Tindastóll | Sauðárkrókur | 375 m2 | 100 |
Valur | Origo höllin | 500 m2 | 100 |
Vestri | Ísafjörður | 120 m2 | Í vinnslu |
Þór Ak. | Höllin Akureyri | 506,7 m2 | 100 |
Þór Þ. | Icelandic Glacial höllin | 283 m2 | 100 |
Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira