Aðgöngukort · Síminn Pay

Aðgöngukort KKÍ og Síminn Pay.

Aðgöngukort KKÍ eru í gegnum Síminn Pay smáforritið.
Þeir aðilar sem eiga rétt á aðgöngukorti gera eftirfarandi til að virkja kortið sitt.

1) Sækja sér smáforritið í símann sinn í gegnum App Store (iOS) eða Google Play (Android).
2) Setja það upp og skrá sig inn. Kennitölur notenda hafa verið sendar dulkóðaðar á Símann. Fríkort þeirra tengist við forritið.
3) Notendur þurfa að skrá minnst 1 debet/kreditkort inn í appið. ATH að engin kostnaður fylgir því aukalega og notendur borga ekki fyrir notkun.
4) Með því að opna aðgöngukort KKÍ inni í forritinu er hægt að smella á Miðakaup undir valmyndinni neðst í horninu og velja viðkomandi Domino's deild og svo félag og loks leik og framkalla frímiða á 0 kr. eða kaupa aðra miða að auki ef þarf þar sem kort notandi er með skráð kort nú þegar. 

Eingöngu rétthafar korta mega nota þau og er starfsmönnum félaga heimilt að biðja um skilríki sé þess þörf með notkun frímiða.

Heimasíða Símans Pay
Algengar spurningar varðandi Símann Pay og forritið.


Hvernig virkar Síminn Pay: sjá myndband

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira