30 jan. 2026Laugardaginn 24. janúar komu dómarar KKÍ saman á fræðslufundi þar sem innsendar ábendingar frá bæði þjálfurum og dómurum voru yfirfarnar. Meira
29 jan. 2026Vegna undanúrslitaleiks Íslenska landsliðsins á EM í handbolta hefur leikjum í Bónus deild karla sem eru á dagskrá á morgun, þann 30. janúar verið flýtt. Meira
29 jan. 2026Til hamingju með daginn !
Í dag 29. janúar 2026 eru 65 ár frá því að Körfuknattleikssamband Íslands var stofnað.
Þetta eru tímamót sem gefa okkur tækifæri til að líta um öxl, meta hvar við stöndum í dag og horfa með stolti og metnaði til framtíðar.
Þegar KKÍ var stofnað árið 1961 var íslenskur körfubolti lítil hreyfing, knúin áfram af eldmóði og hugsjónum fáeinna einstaklinga. Í dag er staðan gjörólík. Körfubolti er orðinn ein vinsælasta íþróttagrein landsins, umfjöllun um íþróttina er dagleg og körfuboltinn er orðinn hluti af daglegu lífi og menningu þjóðarinnar. Það er ótrúleg breyting á aðeins 65 árum.Meira
28 jan. 2026Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í agamálum sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Starfsmenn skrifstofu KKÍ
Hannes S. Jónsson
FRAMKVÆMDASTJÓRI KKÍ
Hannes sér um daglegan rekstur, fjármál, markaðsmál, ásamt því
að vera í forsvari fyrir sambandið ásamt formanni KKÍ innan sem
utan lands.
hannes.jonsson@kki.is
vs: 514-4107 · s: 698-7574
Sigrún Ragnarsdóttir
SKRIFSTOFUSTJÓRI KKÍ
Sigrún sér um ýmis verkefni tengd afreks/landsliðsmálum,
ferðalögum dómara, málefnum aga- og úrskurðarnefndar, félagaskipti
og leikheimildir erlendra leikmanna auk annarra verkefna.
sigrun@kki.is vs: 514-4100 · s: 863-3419
Sólveig Helga Gunnlaugsdóttir
MÓTASTJÓRI KKÍ
Sólveig stýrir öllu móthaldi KKÍ, sér um að leikir og mót fari
fram, skipuleggur alla leikdaga og keppnishelgar ásamt ýmsu öðru
tengdu mótahaldi KKÍ.
solveig@kki.is
vs: 514-4106 · s: 863-3426
Hörður Unnsteinsson
AFREKSSTJÓRI KKÍ
Hörður sér um öll afreks- og landsliðsmál KKÍ, skipulag og
undirbúning þeirra, félagaskipti og leikheimildir erlendra
leikmanna.
hordur@kki.is vs: 514-4102 · s: 847-9356
Elísa Björk Þorsteinsdóttir
ÍÞRÓTTAFULLTRÚI KKÍ
Elísa vinnur við skipulagningu leikja yngri flokka auk annarra verkefna tengdu mótahaldi KKÍ, fræðslumálum auk annarra verkefna.