Þjálfaramenntun

Menntakerfi Körfuknattleikssambands Íslands (KKÍ)
Menntakerfi KKÍ er unnið sem hluti af menntakerfi Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (þjálfaramenntun ÍSÍ). ÍSÍ sér um kennslu á almenna hluta námsins en KKÍ um sérgreinahlutann og er náminu skipt í þrjá hluta KKÍ 1, KKÍ 2 og KKÍ 3 og tekur kerfið mið af reglugerð um menntunarskilyrði þjálfara innan KKÍ.
- KKÍ 1 – 60 kennslustundir* (grunnnámskeið)
- KKÍ 2 – 80 kennslustundir* (undanfari námskeiðsins er KKÍ 1)
- KKÍ 3 – 80 kennslustundir* (undanfari námskeiðsins er KKÍ 2)
*Hver kennslustund er 40 mínútur og er hver fyrirlestur yfirleitt tvær kennslustundir.
Markmiðið námsins er að veita þjálfurum tækifæri til að mennta sig í körfuboltafræðum og um leið að sækja sér þekkingu sem nýtist þeim í starfi. Þeim þjálfurum sem ljúka við námið er svo ætlað að sækja sér reglulega endurmenntun sem boðið er upp á vegum KKÍ.
Fram til 1. október 2019 geta þeir sem hafa reynslu að þjálfun óskað eftir því að þeir verði metnir inn í Menntakerfi KKÍ en í náinni framtíð þurfa allir þjálfarar að ljúka við tiltekna menntun til að þjálfa á hverju stigi. Ferilskrá/CV skal senda á netfangið kki@kki.is (óþarfi er að senda inn CV ef þjálfarar hafa nú þegar verið metnir).
Nánari upplýsingar um stöðu menntunar hjá einstaka þjálfurum innan Menntakerfis KKÍ má sjá hér.
Uppbygging þjálfunarmenntunar KKÍ
Uppbygging þjálfunarmenntunar ÍSÍ og KKÍ
Í töflunni að neðan má sjá áherslur á hverju stigi fyrir sig í þjálfaramenntun KKÍ:
|
KKÍ þjálfari - 1 |
KKÍ þjálfari – 2 |
KKÍ þjálfari – 3 |
Fyrirlestrar |
|
|
|
Nám á velli |
|
|
|
Fjarnám |
|
|
|
Verkefni |
|
|
|
Próf |
|
|
|
Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira