Þjálfaranámskeið KKÍ 1.c · 21.-22. september

Tölfræðinámskeið 21. sept · Laugardalur

 

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

HM 2019: Spánn eru heimsmeistarar!

16 sep. 2019Spánverjar eru heimsmeistarar í körfuknattleik árið 2019 eftir úrslitaleikinn í gær þar sem þeir mættu Argentínu. Spánverjar sýndu mátt sinn og höfuð nokkuð öruggan 95:75 sigur í lokaleik mótsins. Þetta var annar heimsmeistaratitill Spánverja en sá fyrri kom fyrir 13 árum í Japan. Þar með er Spánn komið í hóp fárra liða sem hafa unnið titilinn tvisvar sinnum eða oftar. Tveir leikmenn í liði Spánar voru í sigurliðinu 2006 en það eru þeir Marc Gasol og Rudy Fernandez.Meira
Mynd með frétt

Meistarar meistaranna 2019

6 sep. 2019Sunnudaginn 29. september verða leikir meistara meistaranna leiknir í Origo-höll Valsmanna. Leikið er til skiptis á heimavelli Íslandsmeistara karla og kvenna, en 2018 fóru leikirnir fram í DHL-höll KR. Leikirnir þetta árið eru: Meistarakeppni karla: 17:00 · KR - Stjarnan Meistarakeppni kvenna: 19:15 · Valur - Keflavík Leikirnir verða í beinni útsendingu hjá Stöð 2 Sport.Meira
Mynd með frétt

HM í Kína 2019 · Riðlakeppninni lokið · Milliriðlar framundan hjá 16 bestu liðunum

5 sep. 2019Heimsmeistaramót karla 2019 stendur nú yfir en mótið fer fram í Kína. Nú er lokið riðlakeppninni og ljóst hvaða lið leika í 16-liða úrslitum í milliriðlum til að fá úr því skorið hvaða lið fara þaðan svo í 8-liða úrslitin. Þá er einnig ljóst nú hvaða lið leika um sæti 17-32 beint eftir riðlakeppnina sem lauk fyrr í dag.Meira
Mynd með frétt

Þjálfaranámskeið KKÍ 3b. fór fram í ágúst

5 sep. 2019Helgina 9. - 11. ágúst sl. voru þeir Ettore Messina og Stan Van Gundy fyrirlesarar á KKÍ 3b. námskeiði sem er hluti af afreksþjálfun innan Menntakerfis KKÍ. Námskeiðið var mjög vel sótt og luku 48 þjálfarar við námskeiðið sem þótti takast afar vel. Meira
  • Formannafundur fyrir tímabilið 2019-2020

    KKÍ boðar til formannafundar þann 20. september kl. 17:00 og fer fundurinn fram í Laugardalnum í íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Þar eiga öll félög að senda formann sinn eða hafa annan fulltrúa sem þau kjósa á fundinum. Rædd verða ýmis praktískt mál og farið yfir komandi tímabil sem framundan er.

  • Kynningarfundur Domino's deildanna 2019-2020

    Fyrir upphaf leiktíðarinnar í Domino's deildum karla og kvenna 2019-2020 verður hin árlegi kynningar- og fjölmiðlafundur KKÍ haldinn að venju þar sem fyrirliðar mæta í búning fyrir myndatöku, þjálfarar mæta og eru til viðtals og forsvarsmenn félaga og þar er spá fyrir tímabilið kunngerð.

Skrifstofa KKÍ

img-responsive

Hannes S. Jónsson

Formaður KKÍ

Hannes hefur verið formaður KKÍ frá árinu 2006. Hann sér um daglegan rekstur og fjármál ásamt því að vera í forsvari fyrir sambandið.

hannes.jonsson@kki.is
vs: 514-4107 · s: 698-7574

img-responsive

Kristinn Geir Pálsson

Afreksstjóri KKÍ

Kristinn er afreksstjóri KKÍ og umsjónarmaður landsliðsmála. Hann sér um öll landslið KKÍ, skipulag og undirbúning þeirra, auglýsingar og markaðsmál, ásamt ýmsum öðrum fjölbreyttum verkefnum KKÍ.

kristinn@kki.is
vs: 514-4102 · s: 693-7107

Snorri Örn Arnaldsson

Mótastjóri KKÍ

Snorri Örn er mótastjóri KKÍ og sér um að leikir og mót fari fram og skipuleggur alla leikdaga og keppnishelgar ásamt ýmsu öðru tengdu viðamiklu mótahaldi KKÍ.

snorri@kki.is
vs: 514-4103 · s: 695-5080

Einar Viðarsson

Íþróttafulltrúi KKÍ

Einar vinnur að mótamálum KKÍ ásamt því að sjá um félagskiptamál íslenskra og erlendra leikmanna, fræðslu- og útbreiðslumál og dómaramál.

einarv@kki.is
vs: 514-4104 · s: 692-1929

Hafðu samband!

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira