Nýjustu fréttir

KKÍ Þjálfaranámskeið - Dagskrá

23 maí 2017Einn þekktasti, virtasti og sigursælasti þjálfarinn í evrópskum körfubolta, Svetislav Pešić verður aðalfyrirlesari á þjálfaranámskeiði KKÍ 2.c núna næstu helgi 26.-28. maí. Námskeiðið verður haldið Ásgarði Garðabæ.Meira

Smáþjóðaleikar 2017 · Landslið karla og kvenna á leikunum

17 maí 2017Búið er að velja þá 12 leikmenn sem munu skipa landslið karla og kvenna á Smáþjóðaleikunum, GSSE 2017, sem fara fram í San Marínó dagana 30. maí til 3. júní. Ísland sendir til leiks landslið karla og kvenna í keppnina en þetta eru 17. leikar smáríkja Evrópu sem haldnir eru annað hvert ár. Síðustu leikar voru haldnir hér á landi fyrir tveimur árum þar sem bæði liðin okkar höfnuðu í 2. sæti.Meira

Úrvalsbúðir · Fyrri helgi 20.-21. maí

16 maí 2017Um næstu helgi er komið að fyrri helgi úrvalsbúða hjá stúlkum og drengjum fæddum 2004, 2005 og 2006. Þjálfarar liðanna í þessum árgöngum hafa tilnefnt sína leikmenn og KKÍ hefur sent þeim boðsbréf í pósti. Alls eru um 740 leikmenn sem hafa fengið boðsbréf í ár.Meira

Úrslit yngri flokka 2017: Seinni helgin á Flúðum

15 maí 2017Leikið var á Flúðum um helgina í úrslitum yngri flokka en þetta var síðari helgin fyrir úrslit 2017. Leikið var á Flúðum í umsjón Hrunamanna og mættust liðin í 10. flokki drengja og 10. flokki stúlkna auk Unglingaflokki karla í undanúrslitum föstudag og laugardag og svo fóru fram úrslitaleikirnir í gær sunnudag. Meira
  • Úrslit yngri flokka helgina 12.-14. maí

    Keppt verður til úrslita í 10. flokki stúlkna, 10. flokki drengja og Unglingaflokki á seinni úrslita helgi yngri flokka 2017 um helgina. Allir leikirnir fara fram á Flúðum í umsjón Hrunamanna og verður lifandi tölfræði og bein netútsending frá öllum leikjunum.

  • Úrvalsbúðir KKÍ 2017

    Helgina 20.-21. maí fer fram fyrri Úrvalsbúðahelgi ársins. Búið er að boða yfir 730 leikmenn til þátttöku en stúlkur æfa í Smáranum í Kópavogi og drengir að Ásvöllum í Hafnarfirði. Seinni æfingahelgin verður svo í september.

  • Afreksbúðir 2017

    10.-11. júní verða Afreksbúðir fyrir leikmenn fædda 2003 haldnar á Álftanesi. Afreksbúðir eru undanfari U15 ára landsliða Íslands og þangað boða yfirþjálfarar búðanna 50-60 leikmenn til æfinga. 

Skrifstofa KKÍ

img-responsive

Hannes S. Jónsson

Formaður KKÍ

Hannes hefur verið formaður KKÍ frá árinu 2006. Hann sér um daglegan rekstur og fjármál ásamt því að vera í forsvari fyrir sambandið.

hannes.jonsson@kki.is
vs: 514-4107 · s: 698-7574

img-responsive

Kristinn Geir Pálsson

Íþróttafulltrúi KKÍ

Kristinn er íþróttafulltrúi KKÍ og umsjónarmaður landsliðsmála. Hann sér um öll landsliðs KKÍ, öll félagskiptamál íslenskra og erlendra leikmanna ásamt ýmsum öðrum fjölbreyttum verkefnum KKÍ.

kristinn@kki.is
vs: 514-4102 · s: 693-7107

img-responsive

Stefán Þór Borgþórsson

Mótastjóri KKÍ

Stefán Þór er mótastjóri KKÍ og sér um að leikir og mót fari fram og skipuleggur alla leikdaga og keppnishelgar ásamt ýmsu öðru tengdu viðamiklu mótahaldi KKÍ.

stefan@kki.is
vs: 514-4103 · s: 697-3960

img-responsive

Árni Eggert Harðarson

Fræðslu- og útbreiðslu mál

Árni Eggert vinnur að fræðslumálum KKÍ. Hann sér um ýmis verkefni tengdum útbreiðslu körfuboltans á landinu og er í sérverkefnum á vegum KKÍ sem tengjast fræðslu og útbreiðslu.

arni@kki.is
vs: 514-4104 · s: 863-0778

img-responsive

Sigríður Inga Viggósdóttir

Starfsmaður skrifstofu

Sigríður Inga sér um almenn dagleg störf á skrifstofu KKÍ og hefur umsjón með ýmsum verkefnum sem eru í gangi hverju sinni.

sigridur@kki.is
vs: 514-4106 · s: 868-8018

Hafðu samband!