Nýjustu fréttir

Valur Íslandsmeistari í 8. flokki drengja 2016

2 maí 2016Valur varð um helgina Íslandsmeistari í 8. flokki drengja 2016. Það var lið Keflavíkur sem varð í 2. sæti en úrslitahelgin fór fram í Dalhúsum í Grafarvogi. Þjálfari liðsins er Ágúst S. Björgvinsson. Til hamingju Valur!Meira

Yngri landslið KKÍ: U15 æfingahópar æfa um helgina

29 apr. 2016U15 ára lið drengja og stúlkna koma saman og æfa í kvöld og um helgina. Um er að ræða 18 manna æfingahópa en 12 manna lið verða valin eftir helgina. Verkefni liðanna er Copenhagen Invitational-mótið sem Ísland hefur tekið þátt í undanfarin ár með góðum árangri.Meira

KR ÍSLANDSMEISTARI KARLA 2016

28 apr. 2016KR er Íslandsmeistari í Domino's deild karla árið 2016 eftir sigur í fjórða leik einvígisins gegn Haukum um Íslandsmeistaratitilinn. KR vann því einvígið 3-1. Þetta er því þriðja árið í röð sem KR verður Íslandsmeistari karla sem er frábært afrek og alls 15. titill KR. Til hamingju KR!Meira

ÚRSLIT · Domino's deild karla: Haukar-KR leikur 4

28 apr. 2016Haukar og KR leika fjórða leikinn í kvöld um Íslandsmeistaratitilinn í lokaúrslitum Domino's deildar karla. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki hampar titlinum í ár en staðan í einvígi félaganna er 2-1 fyrir KR. Leikur kvöldins fer fram í DB Schenkerhöllinni að Ásvöllum í Hafnarfirði og hefst hann kl. 19:15.Meira

Molten keppnisbolti
  • #HeForShe átak KKÍ, Domino's og UNICEF

    Samhliða úrslitakeppnum í Domino's deildum karla og kvenna standa KKÍ, Domino's og UNICEF fyrir átaki gegn kynjamisrétti. Sérstakt átak er í að fá karlmenn til liðs við verkefnið með því að skrá sig á www.heforshe.is og taka þátt í baráttunni í verki.

  • Úrslit yngri flokka 2016

    Helgarnar 7.-8. maí og 14.-15. maí fara fram úrslit yngri flokka í ár. Keppt verður á tveim helgum og verða leikstaðir auglýstir þegar nær dregur. 

  • Úrvalsbúðir 2016

    Helgina 28.-29. maí verður fyrri æfingahelgi Úrvalsbúða KKÍ haldin á tveim stöðum. Leikmenn í MB10 ára, MB 11 ára og 7. flokki (leikmenn fæddir 2003, 2004 og 2005) verða boðaðir í búðirnar af KKÍ. Seinni helgin verður svo í lok sumars dagana 20.-21. ágúst.

Skrifstofa KKÍ

img-responsive

Hannes S. Jónsson

Formaður KKÍ

Hannes hefur verið formaður KKÍ frá árinu 2006. Hann sér um daglegan rekstur og fjármál ásamt því að vera í forsvari fyrir sambandið.

hannes.jonsson@kki.is
vs: 514-4107 · s: 698-7574

img-responsive

Kristinn Geir Pálsson

Íþróttafulltrúi KKÍ

Kristinn er íþróttafulltrúi KKÍ og umsjónarmaður landsliðsmála. Hann sér um öll félagskiptamál íslenskra og erlendra leikmanna ásamt ýmsum öðrum fjölbreyttum verkefnum KKÍ.

kristinn@kki.is
vs: 514-4102 · s: 693-7107

img-responsive

Stefán Þór Borgþórsson

Mótastjóri KKÍ

Stefán Þór er mótastjóri KKÍ og sér um að leikir og mót fari fram og skipuleggur alla leikdaga og keppnishelgar ásamt ýmsu öðru tengdu viðamiklu mótahaldi KKÍ.

stefan@kki.is
vs: 514-4103 · s: 697-3960

img-responsive

Árni Eggert Harðarson

Fræðslu- og útbreiðslu mál

Árni Eggert vinnur að fræðslumálum KKÍ. Hann sér um ýmis verkefni tengdum útbreiðslu körfuboltans á landinu og er í sérverkefnum á vegum KKÍ sem tengjast fræðslu og útbreiðslu.

arni@kki.is
vs: 514-4104 · s: 863-0778

Hafðu samband!