Nýjustu fréttir

Þjálfaranám KKÍ 1.c um helgina

22 sep. 2017KKÍ þjálfari 1.c er helgarnámskeið og fjarnám. Námskeiðið mun fara fram í íþróttamiðsöðinni Laugardal 3. hæð (fyrir hádegi á laugardag bókleg kennsla) og verkleg Kjalanesi. Áhersla er lögð á þjálfun barna 12 ára og yngri í KKÍ 1.c náminu. Hér er lögð meiri áhersla á samvinnu leikmanna en var gert í 1.a. KKÍ þjálfari 1.c gildir sem 40% af lokaeinkunn KKÍ þjálfara 1. Þjálfarar sem hafa lokið öllum prófum og verkefnum 1.a, b og c námi útskrifast með KKÍ 1 þjálfara réttindi. Meira

Formannafundur KKÍ í dag kl. 17

22 sep. 2017Í dag föstudaginn 22. september fer fram formannafundur KKÍ fyrir tímabilið 2017-2018. Fundurinn verður haldin í Íþróttamiðstöðinni Laugardal, í E-sal á 3. hæð. Dagskrá fundarinn verður eftirfarandi:​Meira

Meistarar meistaranna 2017

21 sep. 2017Að venju munu árlegir leikir meistara meistaranna fara fram í ár fyrir upphaf deildarkeppni Domino's deildanna hjá konum og körlum, en leikirnir marka jafnan upphafið á tímabilinu ár hvert. Í ár verður leikið á heimavelli íslandsmeistara kvenna og fara því leikirnir fram í TM-höllinni í Keflavík. Leiktímar verða 17:00 hjá körlum og 19:15 hjá konum.Meira

Þjálfurum boðið að sitja haustfund dómara

19 sep. 2017Þjálfurum allra flokka er boðið á haustfund dómara sem verður laugardaginn 23. september kl. 09:30-18:00 í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, Engjavegi 6, 104 Reykjavík.Meira
 • Ritaraborðsnámskeið KKÍ

  Helgina 23. og 24. september verður haldið í fyrsta sinn á Íslandi ritaraborðsnámskeið með fyrirlesara frá FIBA. Námskeiðið er ætlað þeim sem starfa á leikjum í tveim efstu deildum karla og kvenna. Starfsmenn annara deilda og yngri flokka mega einnig koma. Á námskeiðinu er farið yfir öll störf ritaraborðsins og er því nauðsynlegt að þeir sem starfa á ritaraborðum í vetur í tveimur efstu deildum sæki námskeiðið. Námskeiðið er dagsnámskeið. Eitt námskeið í boði á laugardegi og eitt námskeið í boði á sunnudegi.
  Námskeiðið þátttakendum að kostnaðarlausu.

 • Undankeppni EM kvenna

  Íslenska kvennalandsliðið mun taka þátt í undankeppni EuroBasket kvenna 2019 en lokakeppnin mun fara fram í Serbíu og Lettlandi. Undankeppnin hefst í nóvember, með leikgluggum 6.-16. nóvember og svo í 5.-15. febrúar 2018 og 12.-22. nóvember 2018 þar sem leiknir eru tveir leikir í hverjum glugga.

  Liðin sem Ísland leikur með eru í styrkleikaröð í A-riðli eru: Slóvakía, Svartfjallaland, ÍSLAND og Bosnía. 

 • Formannafundur KKÍ

  Föstudaginn 22. september verður formannafundur KKÍ.
  Fundurinn verður í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal Engjavegi 6, 104 Reykjavík.

Skrifstofa KKÍ

img-responsive

Hannes S. Jónsson

Formaður KKÍ

Hannes hefur verið formaður KKÍ frá árinu 2006. Hann sér um daglegan rekstur og fjármál ásamt því að vera í forsvari fyrir sambandið.

hannes.jonsson@kki.is
vs: 514-4107 · s: 698-7574

img-responsive

Kristinn Geir Pálsson

Íþróttafulltrúi KKÍ

Kristinn er íþróttafulltrúi KKÍ og umsjónarmaður landsliðsmála. Hann sér um öll landsliðs KKÍ, öll félagskiptamál íslenskra og erlendra leikmanna ásamt ýmsum öðrum fjölbreyttum verkefnum KKÍ.

kristinn@kki.is
vs: 514-4102 · s: 693-7107

img-responsive

Stefán Þór Borgþórsson

Mótastjóri KKÍ

Stefán Þór er mótastjóri KKÍ og sér um að leikir og mót fari fram og skipuleggur alla leikdaga og keppnishelgar ásamt ýmsu öðru tengdu viðamiklu mótahaldi KKÍ.

stefan@kki.is
vs: 514-4103 · s: 697-3960

img-responsive

Árni Eggert Harðarson

Fræðslu- og útbreiðslu mál

Árni Eggert vinnur að fræðslumálum KKÍ. Hann sér um ýmis verkefni tengdum útbreiðslu körfuboltans á landinu og er í sérverkefnum á vegum KKÍ sem tengjast fræðslu og útbreiðslu.

arni@kki.is
vs: 514-4104 · s: 863-0778

img-responsive

Sigríður Inga Viggósdóttir

Starfsmaður skrifstofu

Sigríður Inga sér um almenn dagleg störf á skrifstofu KKÍ og hefur umsjón með ýmsum verkefnum sem eru í gangi hverju sinni.

sigridur@kki.is
vs: 514-4106 · s: 868-8018

Hafðu samband!