Nýjustu fréttir

ÍSLAND-BELGÍA 27. og 29. júlí

20 júl. 2017Ísland mætir Belgíu í tveim vináttulandsleikum í undirbúningi liðanna fyrir EuroBasket 2017. Leiknir verða tveir vináttulandsleikir:Meira

U20: Tap fyrir Ísrael í 8-liða úrslitunum

20 júl. 2017Íslensku strákarnir okkar mættu Ísrael áðan í 8-liða úrslitum U20 karla á EM og reyndust þeir sterkari í dag og fóru með sigur af hólmi. Lokatölur 54:74. ​Meira

U20 · 8-liða úrslit í dag kl. 11:30 gegn Ísrael

20 júl. 2017Í dag kl. 11:30 að íslenskum tíma mætir Ísland liði Ísraels á Evrópumóti U20 ára landsliða í 8-liða úrslitum mótsins. Lið Ísraela unnu góðan sigur í gær á Ítalíu á meðan okkar strákar unnu Svía. Skemmtileg tilviljun en bæði Ísrael og Svíþjóð léku á æfingamóti hér á landi í júní og því þekkjast liðin vel þegar þau mætast í dag. Þá hafði Ísrael betur í jöfnum leik þar sem úrslitin réðust á síðustu mínútum leiksins en það var eini sigur þeirra þá og eini tapleikur okkar stráka á því móti.Meira

EM 2017: Æfingar landsliðs karla hefjast í dag

20 júl. 2017Í dag, fimmtudaginn 20. júlí, hefst formlegur undirbúningur landsliðs karla fyrir EuroBasket 2017, lokamót EM í körfuknattleik með upphafi æfinga. ​ 24 leikmenn voru upprunalega boðaðir til leiks og verður fyrsta æfing í dag í Ásgarði í Garðabæ. Meira
 • Úrvalsbúðir og Afreksbúðir 2017

  Seinni helgi Úrvalsbúða í ár verða haldnar helgina 26.-27. ágúst. Staðsetningar eru í vinnslu fyrir seinni helgina en á fyrri helginni mættu yfir 700 krakkar. Seinni helgi Afreksbúða verður haldin 19.-20. ágúst á Álftanesi. Afreksbúðir eru undanfari U15 ára landsliða Íslands og þangað boða yfirþjálfarar búðanna 50-60 leikmenn til æfinga. 

 • Unglingaráðsfundur KKÍ

  Fimmtudaginn 24. ágúst verður unglingaráðsfundur KKÍ og félaganna. Farið verður yfir veturinn framundan í yngri flokkunum.
  Fundurinn verður í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal Engjavegi 6, 104 Reykjavík.

 • Formannafundur KKÍ

  Föstudaginn 22. september verður formannafundur KKÍ.
  Fundurinn verður í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal Engjavegi 6, 104 Reykjavík.

Skrifstofa KKÍ

img-responsive

Hannes S. Jónsson

Formaður KKÍ

Hannes hefur verið formaður KKÍ frá árinu 2006. Hann sér um daglegan rekstur og fjármál ásamt því að vera í forsvari fyrir sambandið.

hannes.jonsson@kki.is
vs: 514-4107 · s: 698-7574

img-responsive

Kristinn Geir Pálsson

Íþróttafulltrúi KKÍ

Kristinn er íþróttafulltrúi KKÍ og umsjónarmaður landsliðsmála. Hann sér um öll landsliðs KKÍ, öll félagskiptamál íslenskra og erlendra leikmanna ásamt ýmsum öðrum fjölbreyttum verkefnum KKÍ.

kristinn@kki.is
vs: 514-4102 · s: 693-7107

img-responsive

Stefán Þór Borgþórsson

Mótastjóri KKÍ

Stefán Þór er mótastjóri KKÍ og sér um að leikir og mót fari fram og skipuleggur alla leikdaga og keppnishelgar ásamt ýmsu öðru tengdu viðamiklu mótahaldi KKÍ.

stefan@kki.is
vs: 514-4103 · s: 697-3960

img-responsive

Árni Eggert Harðarson

Fræðslu- og útbreiðslu mál

Árni Eggert vinnur að fræðslumálum KKÍ. Hann sér um ýmis verkefni tengdum útbreiðslu körfuboltans á landinu og er í sérverkefnum á vegum KKÍ sem tengjast fræðslu og útbreiðslu.

arni@kki.is
vs: 514-4104 · s: 863-0778

img-responsive

Sigríður Inga Viggósdóttir

Starfsmaður skrifstofu

Sigríður Inga sér um almenn dagleg störf á skrifstofu KKÍ og hefur umsjón með ýmsum verkefnum sem eru í gangi hverju sinni.

sigridur@kki.is
vs: 514-4106 · s: 868-8018

Hafðu samband!