© 2000-2015 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
 
27.7.2015 | 21:03 | elli
U18 karla - sigur gegn Írum og 8 liða úrslit framundan
U18 ára landslið karla lagði Íra í kvöld og tryggði sér þannig áfram í 8 liða úrslit B deildar Evrópukeppninnar. Lokatölur urðu 88:59 þar sem Jón Arnór Sverrisson var stigahæstur í íslenska liðinu með 15 stig (4/6 3ja) og Snorri Vignisson var með 11 stig og 9 fráköst.

Okkar menn byrjuðu leikinn af krafti í dag og tóku strax forystu og litu í raun aldrei til baka. Þjálfararnir gátu leyft sér að rúlla vel á öllum hópnum, allir leikmenn léku 10 mínútur eða meira og allir náðu að skora og íslenska liðið fékk 54 stig frá bekknum.
Írar voru í svæðisvörn mest allan leikinn en drengirnir leystu vel úr því gegn stórum og sterkum Írum. Varnarleikur okkar manna var góður en besti maður Íra var með 29 stig (er næststigahæstur á mótinu til þessa).

Eini gallinn við leik dagsins voru meiðsli Kára Jónssonar en hann fékk þungt högg á hné og var fluttur burt með sjúkrabíl, en kappinn var svo mættur aftur klár í ferðalag með félögum sínum eftir leik og verður í meðhöndlun fram að næsta leik og vonir standa til þess að hann verði leikfær á miðvikudag.

Tölfræði leiksins

Danir gerðu sér svo lítið fyrir og lögðu Ísrael í kvöld með 13 stigum sem breytir töluverðu um niðurstöðu riðilsins. Ísland endar 4/1 eins og Ísrael og Danmörk en við erum efstir með plús 8 í stigum innbyrðis, Ísrael með plús 4 og Danir eru í mínus 13. Ísland og Ísrael fara því í milliriðil með Svíum og Georgíu og þar taka Ísrael og Svíðþjóð með sér tvö stig fyrir innbyrðis sigra.

Ísland mæ [...]
27.7.2015 | 8:21 | elli
U18 karla lagði heimamenn í Austurríki 83-66 í gærkvöld og kom sér þar með í nokkuð góða stöðu fyrir lokaleikinn í riðlinum, en drengirnir leika við Íra kl 16 að ísl tíma í dag.
Íslenska liðið tryggir sér annað sætið í riðlinum með sigri í dag en til þess að missa annað sætið þarf Ísland bæði að tapa sem og Ísrael gegn Dönum. Strákarnir eru þó ekkert að hugsa um aðra leiki og framhaldið í þeirra höndum svo þeir ætla sér ekkert annað en sigur í dag.
25.7.2015 | 21:25 | elli
U18 landslið karla lagði Dani í hörku leik í kvöld í mikilvægum leik i D riðli B deildar Evrópukeppninnar. Danska liðið mætti af miklu krafti í fyrri hálfleikinn og leiddi 29-37 í hálfleik. Íslenska liðið mætti hins vegar með þvílíkan varnarleik í farteskinu í þann síðari þar sem Danska liðið komst ekkert áleiðis.
25.7.2015 | 20:25 | sara
Það var gríðarleg spenna í loftinu í íþróttahöllinni í Andorra fyrir úrslitaleik Íslands gegn Armeníu.
24.7.2015 | 21:53 | sara
Stelpurnar í U-16 eru komnar í úrslit Evrópumótsins í Andorra eftir sigur á Wales.
24.7.2015 | 21:40 | elli
U18 ára karlalandslið Íslands hafa nú leikið tvo leiki á EM í Austurríki en þeir hafa leikið gegn Ísrael og Makedóníu.
Fyrsti leikurinn gegn Ísrael í gær var erfiður hjá okkar mönnum enda sterkur andstæðingur og hittni okkar manna ekki góð.
Leikurinn í dag var öllu betri þar sem okkar drengir voru í forystuhlutverki svotil allan leikinn.
24.7.2015 | 8:00 | Árni
Ágúst Sigurður Björgvinsson og Ingi Þór Steinþórsson kláruðu FECC þjálfaragráðu FIBA Europe um síðustu helgi. Námið er haldið samhliða Evrópukeppni drengja og í ár var keppnin haldin í Lignano Sabbiadoro á Ítalíu þar sem EM U20 karla fór fram.
Fréttasafn KKÍ.is
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Hörður Axel Vilhjálmsson sækir að körfunni í úrslitaleik 18 ára landsliða karla á NM 2006.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið