Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

Landslið kvenna: GRIKKLAND-ÍSLAND í dag kl. 15:00

17 nóv. 2019Íslenska kvennalandsliðið leikur sinn annan leik í undankeppni EM, EuroBasket Women 2021, í dag kl. 15:00 að íslenskum tíma þegar liðið leikur í Chalkíkda í Grikklandi. Gríska liðið tapaði sínum fyrsta leik með sex stigum fyrir Slóveníu og eru með mjög sterkt lið í dag. Okkar stelpur er staðráðnar í að bæta sig frá fyrri leiknum á fimmtudaginn og gefa allt í leikinn í dag. Leikurinn verður í beinni útsendingu á RÚV. Hægt verður að fylgjast með lifandi tölfræði, úrslitum úr öðrum leikjum og stöðu í riðlum á heimasíðu keppninnar hérna.Meira
Mynd með frétt

Breytingar á 8. umferð Dominosdeildar karla

15 nóv. 2019Gerðar hafa verið breytingar á 8. umferð Dominosdeildar karla.Meira
Mynd með frétt

Félagskiptaglugginn lokar tímabundið á miðnætti í kvöld til áramóta: Gildir fyrir 20 ára og eldri

15 nóv. 2019Samkvæmt reglugerð KKÍ um félagaskipti mun félgaskiptaglugginn loka í kvöld á miðnætti 15. nóvember fyrir leikmenn eldri en 20 ára. fram til 1. janúar 2018. Í 3. gr. um tímabil félagaskipta segir: Félagaskipti í meistaraflokki karla og kvenna ásamt unglingaflokki karla og kvenna eru heimil frá og með 1. júní til og með 15. nóvember en óheimil frá og með 16. nóvember til og með 31. desember. Þau eru svo heimil frá og með 1. janúar til og með 31. janúar en óheimil frá 1. febrúar til og með 31. maí. Félagaskipti eru frjáls í öllum öðrum flokkum KKÍ, nema frá og með 1. febrúar til og með 31. maí ár hvert en á þeim tíma eru öll félagaskipti óheimil.Meira
Mynd með frétt

Niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar 13. nóvember 2019

14 nóv. 2019Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í tveimur agamálum sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira

  • Landslið kvenna í nóvember · Domino's býður á völlinn!

    Landslið kvenna á tvo leiki í nóvember í undankeppni EuroBasket Women 2021. Þá tekur liðið á móti Búlgaríu 14. nóvember hér heima og leikur gegn þeim í Laugardalshöll kl. 20:00. Domino's á Íslandi mun bjóða landsmönnum frítt á völlinn á meðan húsrúm leyfir! 
    Sunnudaginn 17. nóvember á liðið svo útileik gegn Grikkjum ytra. Næsti landsliðsgluggi verður svo í nóvember 2020 og þar á eftir febrúar 2021 hjá konunum. Karlarnir leika næst í febrúar 2020 og þá í forkeppni að HM 2023.

  • Geysisbikarinn · 16-liða úrslit karla og kvenna

    Geysisbikarinn 2019-2020 er hafinn og nú er búið að draga í 16-liða úrslitin. Þar verða 8 viðureignir karla megin og 4 viðureignir kvenna megin. Eftir þá leiki munu 8 lið standa eftir. Leikirnir í 16-liða úrslitum karla og kvenna fara fram helgina 5.-7. desember. Úrslit Geysisbikarsins fara svo fram í febrúar, dagana 12.-16. febrúar, í Laugardalshöllinni frá miðvikudegi til sunnudags í öllum flokkum.

Skrifstofa KKÍ

img-responsive

Hannes S. Jónsson

Formaður KKÍ

Hannes hefur verið formaður KKÍ frá árinu 2006. Hann sér um daglegan rekstur og fjármál ásamt því að vera í forsvari fyrir sambandið.

hannes.jonsson@kki.is
vs: 514-4107 · s: 698-7574

img-responsive

Kristinn Geir Pálsson

Afreksstjóri KKÍ

Kristinn er afreksstjóri KKÍ og umsjónarmaður landsliðsmála. Hann sér um öll landslið KKÍ, skipulag og undirbúning þeirra, auglýsingar og markaðsmál, ásamt ýmsum öðrum fjölbreyttum verkefnum KKÍ.

kristinn@kki.is
vs: 514-4102 · s: 693-7107

Snorri Örn Arnaldsson

Mótastjóri KKÍ

Snorri Örn er mótastjóri KKÍ og sér um að leikir og mót fari fram og skipuleggur alla leikdaga og keppnishelgar ásamt ýmsu öðru tengdu viðamiklu mótahaldi KKÍ.

snorri@kki.is
vs: 514-4103 · s: 695-5080

Hafðu samband!

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira