© 2000-2014 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
   
28.7.2014 | 7:36 | ERH
Leifur dæmir sinn fimmta leik í Búlgaríu
Leifur Sigfinnur Garðarsson FIBA dómari dæmir í dag sinn fimmta leik á fimm dögum á EM U18 karla í Búlgaríu. Leifur dæmir að þessu sinni leik Ungverja og Rúmena í B riðli.
Þess má geta að Leifur endurnýjaði FIBA réttindi sín í vor.

Það er nóg að gera hjá dómurum rétt eins og leikmönnum og hefur Leifur haft í nógu að snúast. Leikurinn sem hann dæmir í dag fer fram á sama tíma og Ísland og Ísrael mætast en mótið fer fram í tveimur höllum.

Til þessa hefur Leifur dæmt eftirtalda leiki:
Danmörk vs Írland
Írland vs Portúgal
Þýskaland vs Eistland
Danmörk vs Skotland
Ungverjaland vs Rúmenía

Á morgun er frídagur þar sem riðlakeppni lýkur í dag. Á miðvikudag og fimmtudag eru svo leikir í milliriðlum og á föstudag er annar frídagur áður en mótið klárast á laugardag og sunnudag með krossspili og leik um sæti.
27.7.2014 | 20:21 | ERH
U18 ára landslið karla lék í dag fjórða og næstsíðasta leik sinn í riðlakeppni EM er þeir mættu Georgíu. Íslenska liðið sigraði 86-80 en strákarnir náðu mest 22ja stiga forystu í síðari hálfleik en misstu einbeitinguna augnablik sem gaf Georgíumönnum færi á að minnka muninn en sigurinn svosem aldrei í hættu.
27.7.2014 | 6:13 | sara
Sara Rún var valin maður leiksins á móti Dönum
Sara Rún var valin maður leiksins á móti Dönum
Ísland spilaði kvöld lokaleik sinn á Evrópumótinu í Rúmeníu. Leikið var gegn Dönum og höfðu liðin áður mæst í keppninni þar sem Danir sigruðu í æsispennandi framlengdum leik. Með sigri gat íslenska liðið tryggt sér 15. sætið sem var besti mögulegi árangur liðsins á mótinu eftir fyrri úrslit.
26.7.2014 | 22:29 | ERH
Íslenska U18 karlaliðið lék sinn þriðja leik á EM í Búlgaríu í dag gegn Austurríki. Okkar menn unnu 80-62 í baráttuleik sem var jafnari en lokatölur gefa til kynna.
25.7.2014 | 20:17 | sara
Sandra Lind var maður leiksins á móti Rúmeníu og Bríet Sif á móti Sviss
Sandra Lind var maður leiksins á móti Rúmeníu og Bríet Sif á móti Sviss
Í dag léku stelpurnar í u18 við Svisslendinga á EM í Rúmeníu. Ísland, Sviss og Danmörk höfnuðu neðst í milliriðlum og er það því þeirra hlutskipti að leika um sæti 15-17 í mótinu. Það er eiginlega algjör synd að Ísland skuli vera í þessari stöðu, þar sem liðið hefur leikið góðan körfubolta á löngum köflum og tapað mörgum spennandi leikjum. Ísland hafði einungis sigrað einn leik í mótinu og kom sá sigur einmitt gegn Svisslendingum í riðlakeppninni.
25.7.2014 | 20:07 | ERH
U18 karla lék sinn annan leik í riðlakeppni EM í dag er þeir mættu sterku liði Þjóðverja. Þjóðverjar höfðu 60-58 sigur í spennuleik en staðan í hálfleik var 32-28.
24.7.2014 | 18:04 | ERH
U18 ára landslið karla lék í dag fyrsta leik sinn í B deild Evrópukeppninnar í Sofia í Búlgaríu. Strákarnir eru í D riðli og voru Eistar þeirra fyrsti andstæðingur. Okkar menn voru í sjálfu sér ekki að leika illa í fyrri hálfleik, þar sem varnarleikurinn var heilt yfir sterkur en sóknarmegin var vöntun á betri skotnýtingu.
Fréttasafn KKÍ.is
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Þeir félagar Fannar Ólafsson og Sigurður Þorvaldssson þurftu smá klakaaðstoð á Smáþjóðaleikunum 2009 á Kýpur. Álagið getur verið mikið og því nauðsynlegt að setja smá ís á.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið