Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

FIBA: Dregið í undankeppnir EuroBasket karla og kvenna 2021

22 júl. 2019Rétt í þessu var dregið í riðla fyrir EuroBasket 2021 riðlakeppnir karla og kvenna en drátturinn fór fram í Munich í Þýskalandi. Keppni kvenna: ÍSLAND hafnaði í A-riðli undankeppninnar en í réttri röð styrkleikaflokka er röðin svona: Slóvenía (1), Grikkland (2), Ísland (3) og Búlgaría (4).Meira
Mynd með frétt

U20 karla · Ísland í 7. sæti

22 júl. 2019Strákarnir í U20 landsliði karla luku leik í gær á EM 2019 sem fram fór í Portúgal. Strákarnir léku um 7. sætið gegn Georgíu og höfðu sigur 94:90 eftir spennandi og jafnan leik. Strákarnir voru í öðru sæti síns riðils á eftir Rússlandi og léku því um sæti 1-8 á mótinu. Í undanúrslitum höfðu Tékkar betur og því var næst leikið um sæti 5-8 gegn Hollandi þar sem Holland sigraði og lokaleikurinn því um 7. sætið eins og áður segir gegn Georgímönnum.Meira
Mynd með frétt

EM U18 stúlkna: Ísland í 15. sæti mótsins

15 júl. 2019Íslensku stelpurnar í U18 liðinu luku leik á Evrópumóti U18 ára liða í gær í Makedóníu. Þá léku þær lokaleikinn gegn Eistlandi um 15.-16. sætið á mótinu. Niðurstaðan var góður 76:75 sigur þar sem Ísland skoraði síðustu körfu leiksins þegar rúmlega 20 sekúndur voru eftir af leiknum. Eistar náðu ekki að svara og sigur staðreynd.Meira
Mynd með frétt

U20 karla B-deild · Evrópumót FIBA 2019 í Matoshinos, Portúgal

11 júl. 2019U20 karla héldu í gærmorgun af stað til Portúgals og gekk ferðalagið þeirra vel. Þar komu þeir sér fyrir og í dag eru þeir að æfa og á morgun hefst mótið sjálft í riðlakeppninni. Ísland leikur í A-riðli með Ungvarjalandi, Írlandi, Hvíta-Rússlandi og Rússlandi. Eftir leiki í riðlinum taka svo við leikir í úrslitum og um sæti.Meira
  • Forkeppni að undankeppni EuroBasket 2021 · Landslið karla

    Næstu landsleikir hjá landsliði karla fara fram í ágúst dagana 7.-21. ágúst. Íslenska liðið hefur leik í Porgúgal þann 7. ágúst en á svo tvo heimaleiki, laugardagana 10.  ágúst gegn Sviss og 17. ágúst gegn Portúgal. Liðið endar svo á útileik gegn Sviss þann 21. ágúst. Ísland þarf að hafna í efsta sæti riðilsins að fjórum leikjum loknum til að trygga sér sæti í undankepni EuroBasket 2021 sem hefst í nóvember.
    Miðasala verður á tix.is

  • Evrópukeppnir yngri liða í sumar hjá U16, U18 og U20 liðum Íslands.

    Yngri landslið U16, U18 og U20 drengja og stúlkna taka þátt í evrópukeppnum FIBA í sumar. Liðin hefja leik í júlí og ágúst og er hægt að sjá allt um mótin hjá hverju liði hérna á síðu landsliða.

Skrifstofa KKÍ

img-responsive

Hannes S. Jónsson

Formaður KKÍ

Hannes hefur verið formaður KKÍ frá árinu 2006. Hann sér um daglegan rekstur og fjármál ásamt því að vera í forsvari fyrir sambandið.

hannes.jonsson@kki.is
vs: 514-4107 · s: 698-7574

img-responsive

Kristinn Geir Pálsson

Afreksstjóri KKÍ

Kristinn er afreksstjóri KKÍ og umsjónarmaður landsliðsmála. Hann sér um öll landsliðs KKÍ, öll félagskiptamál íslenskra og erlendra leikmanna ásamt ýmsum öðrum fjölbreyttum verkefnum KKÍ.

kristinn@kki.is
vs: 514-4102 · s: 693-7107

img-responsive

Stefán Þór Borgþórsson

Mótastjóri KKÍ

Stefán Þór er mótastjóri KKÍ og sér um að leikir og mót fari fram og skipuleggur alla leikdaga og keppnishelgar ásamt ýmsu öðru tengdu viðamiklu mótahaldi KKÍ.

stefan@kki.is
vs: 514-4103 · s: 697-3960

img-responsive

Árni Eggert Harðarson

Íþróttafulltrúi KKÍ

Árni Eggert vinnur að mótamálum KKÍ og vinnur að ýmsum öðrum daglegum störfum skrifstofunnar hverju sinni sem og fræðslu og útbreiðslumálum.

arni@kki.is
vs: 514-4104 · s: 863-0778

Hafðu samband!

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira