© 2000-2014 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
   
25.7.2014 | 20:17 | sara
Sigur í Rúmeníu
Sandra Lind var maður leiksins á móti Rúmeníu og Bríet Sif á móti Sviss
Sandra Lind var maður leiksins á móti Rúmeníu og Bríet Sif á móti Sviss
Í dag léku stelpurnar í u18 við Svisslendinga á EM í Rúmeníu. Ísland, Sviss og Danmörk höfnuðu neðst í milliriðlum og er það því þeirra hlutskipti að leika um sæti 15-17 í mótinu. Það er eiginlega algjör synd að Ísland skuli vera í þessari stöðu, þar sem liðið hefur leikið góðan körfubolta á löngum köflum og tapað mörgum spennandi leikjum. Ísland hafði einungis sigrað einn leik í mótinu og kom sá sigur einmitt gegn Svisslendingum í riðlakeppninni.

Íslendingar byrjuðu leikinn betur og náðu frumkvæðinu i leiknum. Sviss spilaði „triangle+2“ þar sem þær Guðlaug og Sara voru teknar úr umferð. Hinum íslensku stúlkunum létu sér fátt um finnast og skoruðu þær Bríet, Sandra og Elsa allar góðar körfur sem leiddu til þess að Svisslendingar breyttu yfir í 2-3 svæðisvörn. Eftir að Svisslendingar breyttu um vörn náðu þær aðeins að laga sinn leik og var staðan að loknum leikhlutanum 12-13 fyrir Ísland.

Í 2. leikhluta var jafnræði með liðunum. Bæði lið virtust frekar lúin eftir undangengna leiki enda var þetta 7. leikurinn sem hvort lið um sig var að spila á aðeins 9 dögum. Þegar liðin gengu til búningsherbergja hafði Ísland eins stigs forystu, 30-29.

Í hálfleik ákvað þjálfarateymi Íslands að skipta yfir í svæðisvörn og reyndist það vel í síðari hálfleiknum. Svisslendingum gekk afar illa að skora í 3. leikhluta og skoruðu aðeins 8 stig en Íslendingar með Söru Rún fremsta í flokki skoruðu hins vegar 14 stig. Staðan var því fyrir lokaleikhlutann 44-37.

Í lokaleikhl [...]
25.7.2014 | 20:07 | ERH
U18 karla lék sinn annan leik í riðlakeppni EM í dag er þeir mættu sterku liði Þjóðverja. Þjóðverjar höfðu 60-58 sigur í spennuleik en staðan í hálfleik var 32-28.
24.7.2014 | 18:04 | ERH
U18 ára landslið karla lék í dag fyrsta leik sinn í B deild Evrópukeppninnar í Sofia í Búlgaríu. Strákarnir eru í D riðli og voru Eistar þeirra fyrsti andstæðingur. Okkar menn voru í sjálfu sér ekki að leika illa í fyrri hálfleik, þar sem varnarleikurinn var heilt yfir sterkur en sóknarmegin var vöntun á betri skotnýtingu.
23.7.2014 | 23:01 | sara
Ísland lék gegn heimaliði Rúmena á EM í Timisoara í kvöld og var þetta seinni leikur liðsins í milliriðli. Leikurinn var 5. leikur íslenska liðsins og 5 dögum á meðan Rúmenar höfðu leikið þrjá og tapað þeim öllum. Sigur í leiknum myndi þýða að íslenska liðið myndi spila um 12.-14. sæti en með ósigri 15.-17. sæti. Rúmenar fjölmenntu á áhorfendapallana á meðan íslenski fáninn var frekar einsamall á áhorfendabekkjunum.
22.7.2014 | 20:44 | sara
Guðlaug Björt Júlíusdóttir var valin maður leiksins að þessu sinni
Guðlaug Björt Júlíusdóttir var valin maður leiksins að þessu sinni
Í kvöld léku Íslendingar fyrri leik sinn af tveimur í milliriðli á EM í Rúmeníu. Leikið var gegn Bosníu en lið þeirra er afar hávaxið og því ljóst fyrir leikinn að íslenska liðið þyrfti að frákasta betur en hingað til í keppninni. Það tókst en að þessu sinni voru það tapaðir boltar sem að réðu baggamuninn. Eftir nokkuð jafnan leik höfðu Bosníustúlkur sigur 76-65.
22.7.2014 | 8:00 | Stefán
Mótanefnd auglýsir lausar helgar fyrir minniboltamót félaga 2014-15.
21.7.2014 | 20:17 | sara
Sara Rún valin maður leiksins og pósaði eins og hafmeyja að ósk þjálfaranna
Sara Rún valin maður leiksins og pósaði eins og hafmeyja að ósk þjálfaranna
Ísland og Danmörk mættust í dag í lokaleik C-riðils á Evrópumótinu í Rúmeníu. Eftir æsispennandi leik og famlengingu höfðu Danir sigur 87-85.
Fréttasafn KKÍ.is
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá ársþingi KKÍ á Flúðum 1994. Ólafur Rafnsson gjaldkeri KKÍ í pontu.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið