© 2000-2014 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
           
30.8.2014 | 13:27 | Kristinn | FIBA
FIBA sendir þér stöðu leikja á HM í rauntíma á Twitter


Nú er HM í körubolta hafið en fyrsti leikdagur er í dag. FIBA og Twitter hafa tekið höndum saman og kynna skemmtilega þjónustu sem sendir þeim sem vilja stöðuna í rauntíma.

Það eina sem þarf að gera er að tísta á "@FIBA scores" og um hæl kemur mynd með stöðunni í leikjum dagisins sem eru í gangi og úrslit úr þeim leikjum sem er lokið.

Á myndinni má sjá hvernig þetta lítur út en þetta er frábær þjónusta og hægt að kalla hana fram hvar og hvenær sem körfuboltaáhugamenn eru staddir hverju sinni.

Einnig er hægt að ná í FIBA Game Center-appið og fylgjast með stöðunni þar bæði á IOS og Android tækjum.

Einnig minnum við á að fyrir um 700 kr. er hægt að kaupa aðgang á netinu að beinum útsendingum frá öllum leikjum mótsins í góðum gæðum og öflugum straum frá sjónvarpsíðu FIBA hérna og styrkja KKÍ um leið því hluti söluandvirðis af áskriftum pöntuðum í gegnum kki.is rennur til sambandsins.

Góða skemmtun!
29.8.2014 | 13:27 | Stefán
Horacio Muratore er nýr forseti FIBA World
Horacio Muratore er nýr forseti FIBA World
Þing FIBA World stendur nú yfir í Sevilla á Spáni en heimsmeistaramótið hefst á morgun. Nýr forseti FIBA World hefur verið skipaður en það er Horacio Muratore frá Argentínu og tekur hann við af Frakkanum Yvan Manini sem hefur gegnt stöðu forseta frá árinu 2010. Álfusamböndin skiptast á að eiga forseta og nú er forsetinn úr FIBA Americas álfusambandinu.
29.8.2014 | 7:00 | Kristinn
Á laugardaginn kemur er komið að næstu körfuboltaveislu ársins en þá hefst HM á Spáni.
29.8.2014 | 6:30 | Stefán
Árlegur haustfundur körfuknattleiksdómara fer fram í Frostaskjóli á morgun laugardag og hefst kl 9:30. Þar munu dómarar stilla streninga fyrir veturinn, fara yfir reglubreytingar og hlusta á fyrirlestra.
27.8.2014 | 22:39 | Kristinn
Karlalandsliðið lék við Bosníu í kvöld í troðfullri Laugardalshöll. Með sigri hefði liðið gulltryggt sig inn á Evrópumótið á næsta ári. Ef liðið tapaði mátti tapið ekki vera stórt til að tryggja sætið. Niðurstaðan 70-78 fyrir Bosníu þýðir að Ísland er á leið á EuroBasket 2015.
27.8.2014 | 9:40 | Kristinn
Í dag verður íslenska landsliðið í eldlínunni í leiknum gegn Bosníu í kvöld í Laugardalshöllinni.
27.8.2014 | 8:00 | Stefán
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta hefur ekki enn náð að vinna þjóð frá fyrrum Júgóslavíu í Evrópukeppninni í körfubolta í Laugardalshöllinni en fær tækifæri til þess að breyta því á móti Bosníu í kvöld.
Fréttasafn KKÍ.is
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá ársþingi KKÍ á Flúðum árið 1994.  Tveir fyrrverandi framkvæmdastjórar KKÍ, þau Kolbrún Jónsdóttir og Pétur Hrafn Sigurðsson.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið