© 2000-2015 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
         
29.8.2015 | 8:12 | Kristinn
Ísland-Líbanon kl 15:30 í dag


Í dag er komið að öðrum leiknum í Póllandi en það verður leikur gegn Líbanon en þetta mun vera í fyrsta sinn sem löndin mætast í landsleik í körfuknattleik.

Leiknum í gær lauk með sigri Póllands 80:65 en staðan í hálfleik var 36:35 fyrir Póllandi.

Fyrir áhugsama verður hægt að fylgjast með leiknum í dag í lifandi tölfræði á heimasíðu pólska sambandsins pzkosz.pl en í hægra horninu birtist LIVEstatt gluggi fyrir leik.

Dagskráin er eftirfarandi á mótinu (ísl. tími)
29. ágúst kl. 15.30 - ÍSL-Líbanon
30. ágúst kl. 13:30 - ÍSL-Belgía
28.8.2015 | 15:02 | Kristinn
Í dag er komið að fyrsta leiknum í Póllandi en það verður leikur gegn heimamönnum kl. 18:00 að íslenskum tíma í kvöld. Ákveðið hefur verið að Pavel hvíli í leiknum til að taka ekki neina áhættu en hann er að jafna sig af smá eymslum.
28.8.2015 | 12:03 | RG
FIBA Europe hefur gefið út hvernig röðun á EuroBasket verður og hvaða lið tryggja sig áfram í Ólympíuforkeppni. Ísland er í B riðli og komast fjögur lið upp úr riðlinum og mæta liðum úr A riðli sem er leikinn í Montpellier í Frakkalandi.
27.8.2015 | 13:13 | Kristinn
Landslið karla í körfuknattleik ferðaðist í gær til Póllands þar sem liðið mun taka þátt í Poland Cup-mótinu næstu daga. Mótið er haldið í borginni Bydgoszcz og auk okkar og heimamanna munu Líbanon og Belgía taka þátt, en þetta mun vera í fyrsta sinn sem við leikum landsleik gegn Líbanon.
25.8.2015 | 15:13 | Stefán
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, mætti í dag á blaðamannafundinn þegar 12 manna hópurinn til Berlínar var kynntur. Kvaddi hann leikmenn og óskaði þeim velfarnaðar í Þýskalandi. Á sama tíma tilkynnti hann að Ríkisstjórn Íslands hafi ákveðið að styrkja KKÍ um 7.5 milljónir króna vegna þátttöku A-liðs karla á Eurobasket.
25.8.2015 | 12:35 | Kristinn
12 manna landslið karla fyrir EM:
25.8.2015 | 10:20 | Kristinn
Í dag er komið að stóru stundinni þegar 12 manna leikmannahópurinn fyrir EM í Þýskalandi verður kynntur til leiks. Blaðamannafundur verður haldinn í DHL-höllinni Frostaskjóli kl. 12:15 þar sem þjálfarar og leikmenn verða til taks fyrir fjölmiðla og farið verður yfir prógrammið fram að upphafi EuroBasket 2015.
Fréttasafn KKÍ.is
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá 40 ára afmælishófi KKÍ 25. febrúar 2001.  Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, með formanni ritnefndar sögu KKÍ, Gunnari Gunnarssyni, og ritstjóra bókarinnar, Skapta Hallgrímssyni.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið