Reglur KKÍ og HSÍ um sóttvarnir á æfingum og leikjum vegna COVID-19

Staðfesting félags og leikmanns v/ komu og sóttvarna

 

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

Bikarkeppni KKÍ · Dregið í 32-liða úrslit karla í dag í beinni á RÚV

1 okt. 2020Í dag, fimmtudaginn 1. október kl. 11:00, verður dregið í 32-liða úrslit bikarkeppni KKÍ. Að þessu sinni verður dregið fyrir luktum dyrum, en þó í beinni útsendingu á vef RÚV. Aðeins verður dregið í 32-liða úrslit karla að þessu sinni og næst verður dregið í 16-liða úrslit karla og kvenna. Í skálinni verða 25 lið sem skráðu sig til leiks. Dregið verður í níu viðureignir og sitja því sjö lið hjá í fyrstu umferð. Liðin eru í stafrófsröð: Regla í 32-liða bikardrætti er sú að dragist neðri deildar lið gegn efri deildar liði á útivelli, að þá víxlast heimleikjarétturinn. Lið skráð til leiks í bikarkeppni KKÍ 2020-2021 · Karlar:Meira
Mynd með frétt

Domino's deild karla hefst í kvöld · Tímabilið 2020-2021

1 okt. 2020Í dag komið að stóru stundinni þegar Domino's deild karla hefst að nýju, en ekki hefur verið leiki í efstu deild síðan 13. mars 2020. Í kvöld fara fram fjórir leikir og á morgun föstudag fara fram tveir leikir. Tveir leikir í beinni: Stöð 2 Sport verður með beina útsendingu frá tveim leikjum, Höttur-Grindavík og KR-Njarðvík. Nýliðar Hattar taka á móti Grindavík á Egilsstöðum kl. 18:30. Kl. 19:15 mætast svo Tindastóll og ÍR og Þór Þorlákshöfn og Haukar. Kl. 20:15 eigast svo við KR og Njarðvík. Meira
Mynd með frétt

Niðurstöður Aga- og úrskurðarnefndar 30. september 2020

30 sep. 2020Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í sex agamálum sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

Domino's deild karla | Þór Ak.-Keflavík | Frestað vegna COVID-19

30 sep. 2020Mótanefnd KKÍ hefur frestað leik Þórs Ak. og Keflavíkur í Domino‘s deild karla sem fyrirhugaður var föstudaginn 2. október nk.Meira

 • Sóttvarnareglur um framkvæmd æfinga og leikja

  Yfirvöld hafa samþykkt reglur hafa sem unnar voru af stjórnum HSÍ og KKÍ í samræmi við 6. gr. auglýsingar um takmörkun á samkomum vegna farsóttar, útgefin 12. ágúst 2020.

  Reglurnar er að finna hér á kki.is (efst) og gilda þar til annað er kynnt af HSÍ og KKÍ. Í samræmi við neðangreindar reglur óska HSÍ og KKÍ eftir því að öll aðildarfélög tilkynni hver sé þeirra sóttvarnarfulltrúi (með tengiliðaupplýsingum) til síns sérsambands og að því loknu geta þau fengið leyfi til að æfa. Listi sóttvarnarfulltrúa félaga verður birtur á heimasíðu sérsambands.

  Markmið þessara reglna er að tryggja að umgjörð leikja og æfinga í körfuknattleik verði með þeim hætti að hægt sé að leika íþróttina á Íslandi þrátt fyrir að COVID-19 sé við lýði í íslensku samfélagi og útlit fyrir að svo kunni að verða áfram næstu misseri.

  Markmiðið er að lágmarka áhættuna á að þátttakendur körfuknattleiks (leikmenn, starfsmenn félaga og allir aðrir þátttakendur leiksins) smitist af COVID-19. Markmiðið er jafnframt og ekki síður að stöðva smit til annarra, ef einstaklingur innan félags sýkist þrátt fyrir fyrirbyggjandi aðgerðir. Mikilvægt er að öllum þátttakendum í körfuknattleik sé gert það ljóst að ekki er hægt að útrýma sýkingarhættu að öllu leyti.

  Þessar reglur sem hér eru settar ná til keppnissvæða, æfingaaðstöðu, búningsaðstöðu, ferðalaga og síðast en ekki síst til mikilvægi almennrar aðgæslu allra þátttakenda í körfuknattleik á Íslandi (allra deilda meistaraflokka og flokka á framhaldsskólaaldri karla og kvenna).

Skrifstofa KKÍ

img-responsive

Hannes S. Jónsson

Formaður KKÍ

Hannes hefur verið formaður KKÍ frá árinu 2006. Hann sér um daglegan rekstur og fjármál ásamt því að vera í forsvari fyrir sambandið.

hannes.jonsson@kki.is
vs: 514-4107 · s: 698-7574

img-responsive

Kristinn Geir Pálsson

Afreksstjóri KKÍ

Kristinn er afreksstjóri KKÍ og umsjónarmaður landsliðsmála. Hann sér um öll landslið KKÍ, skipulag og undirbúning þeirra, auglýsingar og markaðsmál, ásamt ýmsum öðrum fjölbreyttum verkefnum KKÍ.

kristinn@kki.is
vs: 514-4102 · s: 693-7107

Snorri Örn Arnaldsson

Mótastjóri KKÍ

Snorri Örn er mótastjóri KKÍ og sér um að leikir og mót fari fram og skipuleggur alla leikdaga og keppnishelgar ásamt ýmsu öðru tengdu viðamiklu mótahaldi KKÍ.

snorri@kki.is
vs: 514-4103 · s: 695-5080

img-responsive

Sigrún Ragnarsdóttir

Skrifstofustjóri kkí

Sigrún sér um daglegan rekstur skrifstofu KKÍ ásamt ýmsum verkefnum tengdum mótamálum, afreksmálum og fræðslumálum.

sigrun@kki.is
vs: 514-4100 · s: 863-3419

Hafðu samband!

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira