© 2000-2015 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
 
2.7.2015 | 16:53 | Stefán | FIBA, Landslið
Dregið í riðla fyrir undankeppni EM 2017 – stórþjóðir á leið til Íslands
Næstkomandi laugardag verður dregið í riðla fyrir undankeppni Evrópumóts kvenna sem fer fram árið 2017 í Tékklandi. Ísland er skráð til leiks og er í fjórða styrkleikaflokki. Dregið verður í Munchen í Þýskalandi en fulltrúi Íslands á riðladrættinum verður Guðbjörg Norðfjörð varaformaður KKÍ.

Ásamt því að draga í undankeppni Evrópumótsins verður einnig dregið í Evrópukeppnir félagsliða kvenna. Eurocup og Euroleague. Hefst dagskráin kl. 13:15 að íslenskum tíma og er áætlað að henni ljúki um 14:30.

Er þetta í fyrsta sínn frá undankeppninni 2009 sem Ísland er skráð til leiks. Ísland er í fjórða og neðsta styrkleikaflokki ásamt Hollandi, Lúxemborg, Sviss, Bosníu og Hersegóvínu og Albaníu.

Dregið verður í níu riðla. Sex þeirra verða fjögurra liða og þrír þeirra þriggja liða. Efsta sætið í hverjum riðli fer áfram í lokakeppnina ásamt þeim sex liðum sem eru með bestan árangur í öðru sæti. Til að finna út hvaða lið standa best að vígi í öðru sæti verða úrslit leikja þess liðs sem endar í neðsta sæti í fjögurra liða riðlunum tekin út. Tékkland er komið áfram í i lokakeppnina þar sem þeir eru gestgjafar.

Því er ljóst að stórþjóðir eru á leið til Íslands og nýkrýndir Evrópumeistarar Serba gætu verið eitt þeirra liða. Svíðþjóð er í öðrum styrkleikaflokki og Finnar í þeim þriðja.

Undankeppnin fer fram í þremur gluggum og verður fyrsti glugginn núna í nóvember. Annar í febrúar á næsta ári og svo lokaglugginn í nóvember 2016. Leikið er heima og að heiman.
1.7.2015 | 17:15 | Stefán
Mótanefnd KKÍ auglýsir eftir félögum til að taka að sér umsjón fjölliðamóta í Íslandsmóti 11 ára drengja og stúlkna. Samkvæmt greinu 37. og 43 í reglugerð um körfuknattleiksmót skal auglýsa mótshelgar og geta öll lið sótt um að halda slík mót.
28.6.2015 | 19:55 | RG
Serbar tryggðu sér nú fyrir stundu Evrópumeistaratitil kvenna í körfubolta eftir úrslitaleik við Frakka, 76-68 voru lokatölur. Þetta er í fyrsta skipti í sögunni sem Serbar verða Evrópumeistarar kvenna.
28.6.2015 | 11:42 | RG
Mikill fögnuður braust út hjá Frökkum á föstudag
Mikill fögnuður braust út hjá Frökkum á föstudag
EuroBasket kvenna lýkur í dag í Búdapest í Ungverjalandi með úrslitaleik Frakka og Serba. Leikurinn hefst klukkan 17 að íslenskum tíma en á undan honum mætast Spánverjar og Hvít-Rússar í leik um bronsið.
27.6.2015 | 7:30 | Stefán
Aðgengilegt á vef KKÍ er keppnisdagatal næsta vetrar sem og keppnishelgar yngri flokka sem leika í fjölliðamótum.
26.6.2015 | 21:04 | RG
Serbar glöddust mikið í kvöld
Serbar glöddust mikið í kvöld
Undanúrslit á EuroBasket kvenna fóru fram í kvöld og verða það Serbía og Frakkland sem mætast í úrslitaleiknum á sunnudag í Búdapest í Ungverjalandi.
26.6.2015 | 18:02 | Stefán
Búið er að draga í töfluröð vegna Domino´s deildar karla og kvenna fyrir keppnistímabilið 2015-16.
Fréttasafn KKÍ.is
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Reykjavíkurliðið KVK 2009 - Efri röð frá vinstri: St. Bonnie Lúðvíksdóttir Þjálfari, Selma Skúladóttir, Elsa Rún Karlsdóttir, Sara Diljá Sigurðardóttir, Bergdís Sigurðardóttir, Margrét Ósk Einarsdóttir, fyrirliði. Neðri Röð frá vinstri: Gunnhildur Gunnarsdóttir, Sigríður Elísa Eiríksdóttir, Þórdís Ólöf Sigurjónsdóttir, Miranda Kelmendi og Sólbjörg Guðrún Vilhelmsdóttir. 

Liðið lenti í 3. sæti á Nordiska Skolspelen 2009. 

Mynd: Brynja Guðjónsdóttir
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið