Nýjustu fréttir

Maltbikarinn · 8-liða úrslit karla

11 des. 2017Í kvöld fara fram síðustu þrír leikirnir í 8-liða úrslitum karla í Maltbikarnum. Leikirnir hefjast allir kl. 19:15 og verða í beinni tölfræðilýsingu á kki.is. Sigurvegarar kvöldsins tryggja sér farmiða í undanúrslitin í Laugardalshöll sem leikin verða miðvikudaginn 10. janúar hjá körlum. Konurnar leika í undanúrslitunum fimmtudaginn 11. janúar og úrslitaleikir karla og kvenna fara fram laugardaginn 13. janúar.Meira

Dómaranámskeið KKÍ · Haldið á tveim stöðum dagana 27.-28. janúar

11 des. 2017KKÍ stendur fyrir dómaranámskeiði á tveimur stöðum í janúar, í Njarðvík og Garðabæ, og fer það fram helgina 27.-28. janúar. Á námskeiðinu verður farið yfir bóklega hlutann um reglur og aðferðarræði dómara í skemmtilegum fyrirlestri sem endar á prófi. Á sunnudegi fer svo fram verklegur þáttur þar sem dæmt er á yngri flokka móti (hluti úr leik) undir leiðsögn kennarans.Meira

Maltbikarinn · 8-lið úrslit karla og kvenna í dag

10 des. 2017Í dag fara fram fimm leikir í 8-liða úrslitum karla og kvenna í Maltbikarnum. RÚV sýnir beint einn leik í dag en það er leikur Keflavíkur og Hauka hjá körlunum og hefst leikurinn kl. 16:00. Maltbikar karla: Keflavík-Haukar kl. 16:00 · Sýndur í beinni útsendingu á RÚV Maltbikar kvenna: Keflavík-KR kl. 13:45 Snæfell-Valur kl. 19:15 Njarðvík-Breiðablik kl. 19:15 Skallagrímur-ÍR kl. 19:15 #korfubolti #maltbikarinnMeira

Domnino's deild karla í kvöld · Þór Þ. - Þór Ak. í beinni á Stöð 2 Sport

8 des. 2017Í kvöld fer fram einn leikur í Domino's deild karla þegar Þórs liðin tvö mætast í Þorlákshöfn. Leikurinn hefst kl. 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Domino's deild karla 🏀 Þór Þorlákshöfn - Þór AkureyriMeira
  • Æfingar yngri landsliða Íslands · Jól 2018

    Æfingahópar yngri landsliðanna, U15, U16 og U18 drengja og stúlkna verða kynntir til leiks 1. desember. Þá verða leikmenn boðaðir til æfinga í desember í kringum hátíðarnar. U18 ára liðin æfa fyrir jól, og er stefnan að æfa dagana 20.-22. desember. U15 og U16 liðin æfa síðan milli jóla og nýárs, og er stefnt að æfingadögum dagana 27.-29. desember.

  • Upplýsingafundur foreldra sem eiga leikmenn í yngri landsliðum Íslands sumarið 2018

    Upplýsingafundur fyrir foreldra leikmanna sem valdir verða í æfingahópa yngri liða, U15, U16 og U18 ára drengja og stúlkna, verður haldin í íþróttamiðstöðinni Laugardal fimmtudaginn 28. desember. Þangað verða foreldrar boðaðir en æfingahópar yngri liða verða kynntir til leiks 1. desember.

  • Maltbikarinn · Úrslit 2018

    Miðvikudaginn 10. janúar hefst Maltbikarúrslitahelgin 2018 en þá fara fram undanúrslit meistarflokka kvenna í Laugardalshöllinni. Kvöldið eftir eigast karlaliðin við í undanúrslitunum og föstudaginn 12. janúar hefjast úrslit yngri flokka. Laugardaginn 13. janúar fara síðan úrslitaleikir karla og kvenna fram og sunnudagurinn 14. janúar fer undir úrslitaleiki yngri flokka. Sannkölluð körfuboltaveisla frá miðvikudegi til sunnudags. 

Skrifstofa KKÍ

img-responsive

Hannes S. Jónsson

Formaður KKÍ

Hannes hefur verið formaður KKÍ frá árinu 2006. Hann sér um daglegan rekstur og fjármál ásamt því að vera í forsvari fyrir sambandið.

hannes.jonsson@kki.is
vs: 514-4107 · s: 698-7574

img-responsive

Kristinn Geir Pálsson

Afreksstjóri KKÍ

Kristinn er afreksstjóri KKÍ og umsjónarmaður landsliðsmála. Hann sér um öll landsliðs KKÍ, öll félagskiptamál íslenskra og erlendra leikmanna ásamt ýmsum öðrum fjölbreyttum verkefnum KKÍ.

kristinn@kki.is
vs: 514-4102 · s: 693-7107

img-responsive

Stefán Þór Borgþórsson

Mótastjóri KKÍ

Stefán Þór er mótastjóri KKÍ og sér um að leikir og mót fari fram og skipuleggur alla leikdaga og keppnishelgar ásamt ýmsu öðru tengdu viðamiklu mótahaldi KKÍ.

stefan@kki.is
vs: 514-4103 · s: 697-3960

img-responsive

Árni Eggert Harðarson

Íþróttafulltrúi KKÍ

Árni Eggert vinnur að mótamálum KKÍ og vinnur að ýmsum öðrum daglegum störfum skrifstofunnar hverju sinni.

arni@kki.is
vs: 514-4104 · s: 863-0778

img-responsive

Sigríður Inga Viggósdóttir

Skrifstofustjóri KKÍ

Sigríður Inga sér um almenn dagleg störf á skrifstofu KKÍ og ýmis verkefni sem eru í gangi hverju sinni auk þess að hafa yfirumsjón með öllu á vegum KKÍ sem tengjast fræðslu og útbreiðslumálum.

sigridur@kki.is
vs: 514-4106 · s: 868-8018

Hafðu samband!