Nýjustu fréttir

Landslið kvenna gegn Slóvakíu á morgun · 12 manna hópur

16 nóv. 2018Ívar Ásgrímsson og aðstoðarþjálfarar hans valið þá 12 leikmenn sem leika gegn Slóvakíu í undankeppni EM kvenna 2019. Leikurinn fer fram kl. 16:00 í Laugardalshöllinni og verður í beinni útsendingu á RÚV. Ragnheiður Benónísdóttir, Stjörnunni, Sigrún Björg Ólafsdóttir, Haukum og Sóllilja Bjarnadóttir, Breiðablik eru þeir leikmenn hvíla af þeim 15 sem eru í landsliðshópnum en þjálfarateymið hefur tök á að endurskoða valið fyrir seinni leikinn á miðvikudaginn kemur þegar liðið mætir Bosníu. Íslenska liðið er því þannig skipað:Meira

Domino's deild karla í kvöld · 2 leikir í beinni á Stöð 2 Sport

16 nóv. 2018🍕 Domino's deild karla í kvöld 🗓 Fös. 16. nóv. 🖥 LIVEstatt á kki.is ⏰ 18:30 🎪 Mustad-höllin 📺 Sýndur beint á Stöð 2 Sport 🏀 GRINDAVÍK-NJARÐVÍK ⏰ 20:15 🎪 Mathús Garðarbæjar-höllin 📺 Sýndur beint á Stöð 2 Sport 🏀 STJARNAN-TINDASTÓLL ⏰ 22:10 ➡️ Körfuboltakvöld Domino's beint á eftir seinni leiknum! #korfubolti #dominosdeildinMeira

Domino's deild karla í kvöld

15 nóv. 2018Í kvöld fara fram þrír leikir í Domino's deild karla kl. 19:15. 🍕 Domino's deild karla í kvöld 🗓 Fim. 15. nóv. 🖥 Lifandi tölfræði á kki.is ⏰ 19:15 🏀 Breiðablik-Þór Þ. 🏀 Skallagrímur-Keflavík 🏀 KR-Haukar ➡️📺 Sýndur beint á netinu á KRTV.isMeira

Félagskiptaglugginn lokar tímabundið á miðnætti í kvöld til áramóta: Gildir fyrir 20 ára og eldri

15 nóv. 2018​Samkvæmt reglugerð KKÍ um félagaskipti mun félgaskiptaglugginn loka í kvöld á miðnætti 15. nóvember fyrir leikmenn eldri en 20 ára. fram til 1. janúar 2018. Í 3. gr. um tímabil félagaskipta segir: Félagaskipti í meistaraflokki karla og kvenna ásamt unglingaflokki karla og kvenna eru heimil frá og með 1. júní til og með 15. nóvember en óheimil frá og með 16. nóvember til og með 31. desember. Þau eru svo heimil frá og með 1. janúar til og með 31. janúar en óheimil frá 1. febrúar til og með 31. maí. Félagaskipti eru frjáls í öllum öðrum flokkum KKÍ, nema frá og með 1. febrúar til og með 31. maí ár hvert en á þeim tíma eru öll félagaskipti óheimil. Vert er að benda á að venslasamningar lúta sömu reglum og félagaskipti leikmanna og að þeir gilda fyrir leikmenn til 24 ára aldurs og fyrir þá sem eru 20 til 24 ára, og ætla að verða löglegir með venslafélögum, þurfa því að huga að því fyrir 15. nóvember.Meira
  • Undankeppni EuroBasket Women 2019 · Tveir heimaleikir í nóvember

    Landslið kvenna á tvo síðustu leiki sína í undankeppni kvenna í nóvember og verða báðir leikirnir á heimavelli. Fyrst mætir liðið Slóvakíu laugardaginn 17. nóvember og svo kemur landslið Bosníu í heimsókn miðvikudaginn 21. nóvember. Miðasala á leikina hefst á tix.is í október.

  • Forkeppni EuroBasket 2021 karla · Heimaleikur í nóvember

    Karlalandsliðið á framundan landsleik gegn Belgíu í 29. nóvember. Leikurinn verður annar leikur liðsins í forkeppninni EM2021 og fer leikurinn fram á heimvelli okkar í Laugardalshöllinni. Miðasala á leikinn hefst á tix.is í október.

  • Boðun í æfingahópa yngri landsliða og jólaæfingar 2018

    Landsliðsþjálfarar KKÍ munu um mánaðarmótin nóv/des boða leikmenn til æfinga sem fram fara dagana 27.-30. desember 2018. Þá munu U15, U16 og U18 lið drengja og stúkna æfa þrjá daga af þessum fjórum dögum milli jóla- og nýárs.

Skrifstofa KKÍ

img-responsive

Hannes S. Jónsson

Formaður KKÍ

Hannes hefur verið formaður KKÍ frá árinu 2006. Hann sér um daglegan rekstur og fjármál ásamt því að vera í forsvari fyrir sambandið.

hannes.jonsson@kki.is
vs: 514-4107 · s: 698-7574

img-responsive

Kristinn Geir Pálsson

Afreksstjóri KKÍ

Kristinn er afreksstjóri KKÍ og umsjónarmaður landsliðsmála. Hann sér um öll landsliðs KKÍ, öll félagskiptamál íslenskra og erlendra leikmanna ásamt ýmsum öðrum fjölbreyttum verkefnum KKÍ.

kristinn@kki.is
vs: 514-4102 · s: 693-7107

img-responsive

Stefán Þór Borgþórsson

Mótastjóri KKÍ

Stefán Þór er mótastjóri KKÍ og sér um að leikir og mót fari fram og skipuleggur alla leikdaga og keppnishelgar ásamt ýmsu öðru tengdu viðamiklu mótahaldi KKÍ.

stefan@kki.is
vs: 514-4103 · s: 697-3960

img-responsive

Árni Eggert Harðarson

Íþróttafulltrúi KKÍ

Árni Eggert vinnur að mótamálum KKÍ og vinnur að ýmsum öðrum daglegum störfum skrifstofunnar hverju sinni.

arni@kki.is
vs: 514-4104 · s: 863-0778

img-responsive

Sigríður Inga Viggósdóttir

Skrifstofustjóri KKÍ

Sigríður Inga sér um almenn dagleg störf á skrifstofu KKÍ og ýmis verkefni sem eru í gangi hverju sinni auk þess að hafa yfirumsjón með öllu á vegum KKÍ sem tengjast fræðslu og útbreiðslumálum.

sigridur@kki.is
vs: 514-4106 · s: 868-8018

Hafðu samband!

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira