Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

FIBA hættir við öll Evrópumót yngri liða 2020

8 apr. 2020Stjórn FIBA Europe hélt stjórnarfund í gær og tók fyrir málefni er varða stöðuna í heiminum í dag og með framhaldið í sumar í mótahaldi sínu. Stjórn FIBA Europe komst að þeirri niðurstöðu að engin mót yngri landsliða fari fram í sumar á þeirra vegum. Það þýðir að Evrópukeppnir U16, U18 og U20 liða fara ekki fram árið 2020 í öllum deildum. Að auki verður ekkert af NM í Finnlandi hjá U16 og U18 liðunum og nú þegar hefur verið hætt við verkefni U15 liðanna í Danmörku í júní en tilkynning barst til KKÍ þess efnis í gær.Meira
Mynd með frétt

Dómaranámskeið 2 · Fjarkennsla

31 mar. 2020Dómaranámskeið 2 fer fram á netinu. Námskeið og fyrir alla þá sem eru 16 ára eða eldri. Námskeið 2 veitir þátttakanda réttindi til þess að dæma hjá öllum yngri flokkum, unglingaflokkum og í neMeira
Mynd með frétt

Fylgist með - áhugavert efni á samfélagsmiðlum

25 mar. 2020Þó allar æfingar liggi niðri, þá er full ástæða til að halda virkni og hreyfa sig daglega. KKÍ hefur verið að deila efni á samfélagsmiðlum sínum með æfingum, gömlum leikjum og öðru áhugaverðu efni sem bæði getur hjálpað til við að halda fólki á hreyfingu sem og að stytta því stundir við þær aðstæður sem uppi eru.Meira
Mynd með frétt

FRÉTTATILKYNNING | Allt íþróttastarf fellur niður

20 mar. 2020Hér er sameiginleg fréttatilkynning ÍSÍ og UMFÍ vegna íþróttastarfs í landinu þar sem tilkynnt er að allt íþróttastarf fellur niður frá og með deginum í dag.Meira
  • Allt íþróttastarf fellur niður tímabundið

    Heilbrigðisráðuneytið, í samvinnu við mennta- og menningarmálaráðuneytið, hefur sent frá sér leiðbeinandi viðmið um hvernig beri að túlka auglýsingar um takmörkun á samkomum vegna farsóttar og takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar þegar kemur að íþrótta- og æskulýðsstarfi barna, ungmenna og fullorðinna.

    Hvað varðar íþróttaiðkun fullorðinna þá er beint til íþróttahreyfingarinnar þeim tilmælum til ábyrgðaraðila og skipuleggjenda annars íþrótta- og æskulýðsstarfs að með sama hætti verði gert hlé á starfi sem felur í sér snertingu eða nálægð milli iðkenda sem er minni en 2 metrar, í samræmi við þær meginreglur sem fram koma í auglýsingu um takmörkun á samkomum og á meðan þær takmarkanir eru í gildi.

    Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og UMFÍ treysta því að öll íþróttahreyfingin muni fara að þessum afgerandi tilmælum og að allt íþróttastarf falli tímabundið niður. Það er augljóslega ekki auðvelt fyrir íþróttahreyfinguna en við þessar aðstæður er mjög mikilvægt að þjóðin standi saman sem einn maður og að íþróttahreyfingin sýni fulla samstöðu og ábyrgð. Við viljum jafnframt minna á mikilvægi þess að landsmenn haldi áfram að hreyfa sig þrátt fyrir að skipulagt íþróttastarf sé ekki til staðar. Þá er mikilvægt að félögi haldi áfram að þjónusta sína iðkendur með þeim hætti sem mögulegt er, með fjar- og heimaæfingum.

Skrifstofa KKÍ

img-responsive

Hannes S. Jónsson

Formaður KKÍ

Hannes hefur verið formaður KKÍ frá árinu 2006. Hann sér um daglegan rekstur og fjármál ásamt því að vera í forsvari fyrir sambandið.

hannes.jonsson@kki.is
vs: 514-4107 · s: 698-7574

img-responsive

Kristinn Geir Pálsson

Afreksstjóri KKÍ

Kristinn er afreksstjóri KKÍ og umsjónarmaður landsliðsmála. Hann sér um öll landslið KKÍ, skipulag og undirbúning þeirra, auglýsingar og markaðsmál, ásamt ýmsum öðrum fjölbreyttum verkefnum KKÍ.

kristinn@kki.is
vs: 514-4102 · s: 693-7107

Snorri Örn Arnaldsson

Mótastjóri KKÍ

Snorri Örn er mótastjóri KKÍ og sér um að leikir og mót fari fram og skipuleggur alla leikdaga og keppnishelgar ásamt ýmsu öðru tengdu viðamiklu mótahaldi KKÍ.

snorri@kki.is
vs: 514-4103 · s: 695-5080

img-responsive

Sigrún Ragnarsdóttir

Íþróttafulltrúi KKÍ

Sigrún sér um daglegan rekstur skrifstofu KKÍ ásamt ýmsum verkefnum tengdum mótamálum, afreksmálum og fræðslumálum.

sigrun@kki.is
vs: 514-4100 · s: 863-3419

Hafðu samband!

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira