© 2000-2015 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
26.1.2015 | 14:40 | Kristinn
Síðasti skráningardagur í dag á Póstmót Blika
Póstmótið hefur verið eitt stærsta yngri flokka mótið undanfarin ár og gengið einstaklega vel. Í ár fer það fram helgina 31. janúar-1. febrúar í Smáranum og iþróttahúsinu í Fagralundi.

Mótið er fyrir krakka á aldrinum 6-11 ára og leikið er í sex aldursflokkum. Spilaðir er 2x12 mín. leikir, gangandi klukka og eru 4 leikmenn inná í einu. Hvert lið spilar að lágmarki 3 leiki, fá verðlaunapening og gjöf frá Póstinum, frítt í sund ásamt því að fara í liðsmyndatöku og ljúka sinni dagskrá á um 3 klukkutímum.

Í fyrra voru um 700 keppendur í 130 liðum, við viljum hvetja þjálfara til að skrá frekar fleiri lið en færri og gefa leikmönnum þannig kost á að spila sem flestar mínútur. Mótsgjald er 2.500 kr. á iðkanda og síðasti skráningardagur er mánudagurinn 26. janúar.

Skráning og nánari upplýsingar eru á netfanginu baldurmar@breidablik.is.
26.1.2015 | 13:26 | Stefán
Búið er að gefa út leikdaga í undanúrslitum Powerade-bikarsins en leikið en undanúrslitin hefjast n.k. laugardag og klárast mánudaginn 2. febrúar.
26.1.2015 | 9:20 | Kristinn
Samkvæmt reglugerð um félagaskipti lokar félagaskiptaglugginn í annað sinn og í síðasta sinn á þessu tímabilli á miðnætti laugardaginn þann 31. janúar.
24.1.2015 | 7:00 | Kristinn
Framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands samþykkti, fimmtudaginn 22. janúar 2015, tillögur stjórnar Afrekssjóðs ÍSÍ að úthlutun fyrir árið 2015. Styrkveitingar ÍSÍ að þessu sinni nema samtals rúmlega 122 milljónum króna.
23.1.2015 | 15:44 | Kristinn
KKÍ hefur gengið frá samningum við Ívar Ásgrímsson um að hann verði áfram þjálfari kvennalandsliðsins næstu tvö árin og verður Margrét Sturlaugsdóttir aðstoðarþjálfari liðsins.
23.1.2015 | 8:00 | Kristinn
Dagana 22.-25. janúar mun landsliðsþjálfari karlalandsliðsins, Craig Pedersen, koma til Íslands til funda með starfsmönnum KKÍ og undirbúa eitt og annað fyrir komandi sumar.

Samhliða því ætlar KKÍ og Craig að boða til þjálfarafundar laugardaginn 24. janúar kl. 10.00 í íþróttamiðstöðinni í Laugardal.
22.1.2015 | 10:15 | Kristinn
Leikir kvöldsins í Domino's deild karla.

Beint á netinu í kvöld:
Sport-TV: Grindavík-Stjarnan
Tindastóll-TV: Tindastóll-KR
Fjölnir-TV: Fjölnir-Haukar
Fréttasafn KKÍ.is
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá undanriðli Evrópukeppni U-20 landsliða í Evora í Portúgal árið 1993.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið