© 2000-2014 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
       
22.9.2014 | 15:18 | Kristinn
Þjálfarastyrkir ÍSÍ · Opið fyrir umsóknir
Stjórn Verkefnasjóðs ÍSÍ auglýsir hér með eftir umsóknum um þjálfarastyrki ÍSÍ.

Þjálfarastyrkir ÍSÍ eru veittir íþróttaþjálfurum sem sækja sér menntun erlendis í formi námskeiða eða ráðstefna og bæta þekkingu sína í þjálfun, sem mun nýtast íþróttahreyfingunni á Íslandi.

Umsóknarfrestur er til 10. október og er upphæð hvers styrkjar 100.000 krónur.

Umsóknum skal skila á þar til gerðum eyðublöðum sem finna má á heimasíðu ÍSÍ.
22.9.2014 | 9:54 | Kristinn
Fjarnám ÍSÍ í þjálfaramenntun á 1. 2. og 3. stigsi hefst mánudaginn 29. september. Opið er fyrir skráningar til föstudagsins 26. september á viðkomandi námskeið.
21.9.2014 | 12:07 | Kristinn
FKÍ mun standa fyrir þjálfaranámskeiði í kringum úrslitialeiki Lengjubikarsins, sem haldinn verður í Ásgarði Garðabæ laugardaginn 27. september.
20.9.2014 | 10:00 | Kristinn
Heimsmeistaramótinu 2015 á Spáni er nú nýlokið hjá FIBA og náði notkun á miðlum FIBA á veraldarvefnum nýjum hæðum.
20.9.2014 | 8:00 | Kristinn
KKÍ hefur sett af stað Kraga- og Reykjavíkurmót í 7. og 8. flokki drengja og stúlkna. Um helgina keppa 7. flokkur drengja og stúlkna. Kragamótin verða í Ásgarði og Reykajvíkurmótin í Vodafone-höllinni. Þessi mót eru liður í útbreiðsluátaki KKÍ og Domino's.
18.9.2014 | 13:20 | Kristinn
Einstaklingar sem vilja taka þátt: Sendið póst á kki@kki.is
Hópar: Fyllið út eyðublaðið og sendið á kki@kki.is


Frá framkvæmdanefnd Körfuboltafjölskyldunnar vegna Evrópumótsins í körfuknattleik í september 2015.

Það þarf einbeittan vilja og getu til að komast áfram úr undankeppni karlalandsliða Evrópu í körfuknattleik. Landsliðinu okkar tókst það í fyrsta sinn í sögu íslensks körfuknattleiks með frábærum leik sínum fyrir fullu húsi áhorfenda í Laugardalshöllinni. Breyttir tímar og ný viðhorf - ný tækifæri blasa við.
18.9.2014 | 10:51 | Kristinn
Nú þegar tímabilið er að hefjast er ekki úr vegi að minna á að KKÍ er með til sölu þjálfaraspjöld frá fyrirtækinu Fox 40 í Kanada, sem KKÍ hannaði og lét búa til fyrir sig fyrir íslenska þjálfara, en erfitt hefur verið að finna slík spjöld á síðustu misserum hér á landi.
Fréttasafn KKÍ.is
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Íslenska kvennalandsliðið á Smáþjóðaleikunum er hér á leik Íslands og Kýpur í karlakeppninni. Eitthvað sniðugt virðast þær sjá en íslensku strákarnir töpuðu stórt fyrir þeim kýpversku.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið