© 2000-2014 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
       
2.9.2014 | 9:55 | Kristinn
Umsóknir fyrir erlenda leikmenn · Breytingar á umsóknum m/ Self-Decleration
Framundan er sá tími þegar umsóknir um leikheimildir erlendara leikmanna fyrir komandi tímabil fara að berast skrifstofu KKÍ. KKÍ og UTL hafa undanfarin ár unnið saman við að hafa þessi mál í föstu ferli til hagræðingar fyrir alla aðila.

Sama ferli fyrir umsóknir erlendra leikmanna er í gildi og var á síðastliðnu tímabili. Félög sækja um til UTL með þeim gögnum sem farið er fram á og skila inn umsókn til KKÍ á eftir. UTL sendir KKÍ og umboðsmanni félagsins sem skilaði inn umsókninni síðan staðfestingu á að leikmaður sé kominn með atvinnu- og dvalarleyfi og þá fyrst má hann koma til landsins. Hægt er að sjá leiðbeiningar og upplýsingar um ferlið hér á KKI.is undir „Erlendir leikmenn“.

Enginn erlendur leikmaður fær leikheimild hjá KKÍ nema að UTL hafi staðfest atvinnu- og dvalarleyfi og að öll gögn önnur hafi borist frá félögunum til KKÍ.

KKÍ bendir öllum félögum á að óska eftir beiðnum um leikheimildir erlendis frá tímanlega. Hægt er að óska eftir því að KKÍ útvegi LOC (Letter Of Clearance) strax frá því landi þaðan sem leikmaðurinn er að koma. Sú vinna má fara fram á meðan aðrir pappírar og umsóknir eru í vinnslu hjá t.d UTL.

Breyting á Self-Decleration
Ein breyting hefur verið boðuðu frá FIBA en hún er sú að ekki er lengur hægt að skila Self-Decleration skjali fyrir leikmenn sem koma beint úr háskóla í Bandaríkjunum. Sækja þarf um hefðbundið LOC núna til USA Basketball og mun skrifstofa KKÍ sjá um það eins og með önnur LOC [...]
1.9.2014 | 12:00 | Stefán
Logi Gunnarsson er búinn að vera frábær í sókninni mynd: Gunnar Freyr
Logi Gunnarsson er búinn að vera frábær í sókninni mynd: Gunnar Freyr
Íslenska körfuboltalandsliðið endaði landsliðsárið 2014 á
því að tryggja sér sæti á sínu fyrsta stórmóti og
körfuboltaáhugafólk getur strax farið að hlakka mikið til næsta
árs þar sem Ísland verður með á EM 2015.
1.9.2014 | 8:23 | Kristinn
Hér fylgja tvö frábær myndbönd frá karfan.is og Leikbrot.is frá deginum þegar við komumst a EuroBasket 2015

31.8.2014 | 8:00 | Stefán
Jón Arnór á skemmtilegt Evrópumet
Jón Arnór á skemmtilegt Evrópumet
Jón Arnór Stefánsson bætti stigametið hjá íslenskum leikmanni í Evrópuleikjum í leiknum á móti Bosníu í Laugardalshöllinni á miðvikudagskvöldið. Jón Arnór skoraði 21 stig í leiknum en hann þurfti bara 8 stig til að taka metið af Guðmundi Bragasyni.
30.8.2014 | 13:27 | Kristinn
Nú er HM í körubolta hafið en fyrsti leikdagur er í dag. FIBA og Twitter hafa tekið höndum saman og kynna skemmtilega þjónustu sem sendir þeim sem vilja stöðuna í rauntíma.

Það eina sem þarf að gera er að tísta á "@FIBA scores" og um hæl kemur mynd með stöðunni í leikjum dagisins sem eru í gangi og úrslit úr þeim leikjum sem er lokið.
29.8.2014 | 13:27 | Stefán
Horacio Muratore er nýr forseti FIBA World
Horacio Muratore er nýr forseti FIBA World
Þing FIBA World stendur nú yfir í Sevilla á Spáni en heimsmeistaramótið hefst á morgun. Nýr forseti FIBA World hefur verið skipaður en það er Horacio Muratore frá Argentínu og tekur hann við af Frakkanum Yvan Manini sem hefur gegnt stöðu forseta frá árinu 2010. Álfusamböndin skiptast á að eiga forseta og nú er forsetinn úr FIBA Americas álfusambandinu.
29.8.2014 | 7:00 | Kristinn
Á laugardaginn kemur er komið að næstu körfuboltaveislu ársins en þá hefst HM á Spáni.
Fréttasafn KKÍ.is
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Körfuknattleiksið Gaggó Vest veturinn 1958-1959. Í liðinu eru nokkrir frægir kappar sem létu að sér kveða í körfuboltanum næstu árin.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið