24 maí 1999Falur Harðarson landsliðsmaður úr Keflavík og besti leikmaður DHL-deildarinnar í nýliðnu keppnistímabili, hefur gert eins árs samning við finnska liðið ToPo. Þá hefur hinn byjunarliðs bakvörður landsliðsins, Helgi Jónas Guðfinnsson, ákveðið að flytja sig um set frá Groningen í Hollandi til Antverpern í Belgíu. Hann mun þar leika með sama liði og Herbert Arnarson lék með 1997-98. Eiríkur Önundarson mun einnig leika erlendis, en hann verður í Danmörku við nám næsta vetur. Jafnframt mun hann leika með Holbæk í dönsku úrvalsdeildinni. Fleiri íslenskir leikmenn munu vera að kanna möguleika á því að leika erlendis á vetri komanda. Í þeirra hópi munu vera Herbert Arnarson, Páll Axel Vilbergssoon, Hjörtur Harðarson, Birgir Örn Birgisson og Fannar Ólafsson.